Fjármálaeftirlitið skrifar upp á viðskipti Birnu

Einhvern veginn kom mér það ekki að óvörum að Fjármálaeftirlitið myndi skrifa upp á viðskipti Birnu Einarsdóttur í Glitni. Mér hefur fundist um nokkuð skeið að Fjármálaeftirlitið sé gjörsamlega steinsofandi stofnun sem er varla trúandi fyrir neinum hlut og hefur á sér merki sofandagangs og seinheppni í eftirlitshlutverki sínu. Nýjasta verkið sem felst í því að fela KPMG að fara yfir bankana og það sem gerðist þar er svo fyrir neðan allt að ekki er hægt að una við það.

Á sama hátt og saksóknararnir tveir voru ekki færir um að fara yfir þau mál er varla hægt að horfa til KPMG sem skrifaði upp á reikninga sumra útrásarfyrirtækjanna og verk þeirra og vegna tengsla forstjóra KPMG við forstjóra Stoða, svo fátt eitt sé nefnt. Mér finnst það ábyrgðarhluti að svona sé unnið og það er ekki hægt að una við það.

Ég veit ekki hvað skal halda um Birnu og viðskipti hennar. En þetta mál er á svo gráu svæði að það vekur fleiri spurningar en þetta hvítvottorð svarar í sjálfu sér. En Fjármálaeftirlitið er hætt að koma á óvart fyrir löngu. Þjóðin hefur algjörlega misst trúna á að það geti verið sá eftirlitsaðili sem fellir óháða dóma og tekur virkilega til.

mbl.is FME aðhefst ekki vegna viðskipta Birnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og svona verður þetta áfram .

J.Þ.A (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 19:31

2 Smámynd: Sverrir Einarsson

Átti fólk vona á annarri niðurstöðu, þetta er þvílíkt bananalýðveldi sem við búum við hér á landi. Ef ég gæti væri ég löngu fluttur úr landi og segja mig úr lögum við þetta land. Það er bara hundfúlt að vera Íslendingur á Íslandi, getur ekki verið verra að vera Íslendingur erlendis.

Sverrir Einarsson, 8.12.2008 kl. 19:53

3 identicon

Ojæja, ertu þá sammála því að skipta þurfi út Fjármálaeftirlitinu? Velkominn í hópinn. Heldurðu að þú leggir í ríkisstjórnina og Seðlabankann næst?

Nína S (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:05

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Við getum varla tekið afstöðu til Glitnis/Birnu málsins nema að sjá málsgögn?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 8.12.2008 kl. 20:21

5 identicon

Bankahrunið segir allt sem segja skal um FME og forsvarsmenn þar. Vanhæfnin og fáfræðin er sláandi nánast sakhæf.

Ég og 99% af þjóðinni hefðum veðjað aleigunni á að þeir myndu hvítþvo Birnu bankastjóra. Tilviljun eða hvað?

MRR (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:22

6 identicon

Sæll

Já, úrskurður FME kemur ekki á óvart. Það þarf ekki að skoða marga fyrri úrskurði þessarar stofnunar til komast á þá skoðun.

Þekki bankamann sem fræddi mig um það fyrir löngu að banka og bisnessmenn forðuðust alltaf win/loose stöður. Trikkið er að skapa win/win. "Ef málið fer á þennan veg þá græðum við, en ef það fer á hinn veginn þá.......græðum við."

Hefði Glitnir ekki fallið heldur verðgildið aukist? Hefði stýran notið þess í hagnaði af þessum "meintu" hlutabréfakaupum? Ég svara því hiklaust játandi.

sigurvin (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Stefán

Þetta er góð grein hjá þér. Þú segir:

"Á sama hátt og saksóknararnir tveir voru ekki færir um að fara yfir þau mál er varla hægt að horfa til KPMG sem skrifaði upp á reikninga sumra útrásarfyrirtækjanna og verk þeirra og vegna tengsla forstjóra KPMG við forstjóra Stoða, svo fátt eitt sé nefnt. Mér finnst það ábyrgðarhluti að svona sé unnið og það er ekki hægt að una við það."

Á móti spyr ég, af hverju eru stjórnvöld að velja þessa aðila í þessa rannsókn?

Af hverju valdi dómsmálaráðherra þessa tvo saksóknara til að rannsaka embættisfærslur sona sinna? Ekki var dómsmálaráðherra að ætlast til að þessir menn mundu mæla með því að synir þeirra yrðu ákærðir?

Af hverju er valið endurskoðunarfyrirtæki sem er með mikil hagsmunatengsl inn í bankana og inn í fjölmörg félög tengdum fyrrum eigendum þeirra? Ef það fóru óeðlilegar greiðslur úr bönkunum í gegnum félög sem KPMG hefur endurskoðað er KPMG þá líklegt nú til að segja þær greiðslur óeðlilegar? Ef slík mál kæmu í ljós við þessa rannsókn þá gæti KPMG verið í miklum vandræðum.

Því spyr ég, af hverju eru stjórnvöld að velja þessa aðila í þessa rannsókn?

Þetta val er ekki fallið til þess að auka traust okkar á stjórnvöldum. Þvert á móti ýtir þetta undir allskonar samsæriskenningar.

Tortryggnin eykst.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 8.12.2008 kl. 21:51

8 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er hneyksli. Þetta þjóðfélag er gegnum rotið af spillingu.
Ég heyrði í fréttum rétt eftir að þetta mál kom upp að Birna hafði mætt á aðalfund í Glitni í sem hluthafi vegna  þessi hlutabréf sem hún losnaði að borga.

Heidi Strand, 8.12.2008 kl. 21:56

9 Smámynd: Hlynur Hallsson

Þetta er sennilega það sem koma skal, það á að hvítþvo allt gengið. Enn ein sönnunin fyrir því að það þarf að skipta út í fjármálaeftirliti, seðlabanka, bönkunum og ríkisstjórn. Því fyrr því betra því stjórnvöld eru að gera illt verra á hverjum degi.

Bestu kveðjur,

Hlynur Hallsson, 8.12.2008 kl. 22:18

10 identicon

Það er bara ógeðsleg SKÍTALYKT af þessu Birnu dæmi!!! Það fær mig enginn til að trúa þessu helv... kjaftæði að hún hafi ekki vitað.......

Ég fæ hroll yfir spillingunni sem ríkir hér á landi og eykst hún frá degi til dags! Það þarf að stokka upp í þessari ríkisstjórn og það allverulega. Það eru flest allir búnir að missa trúna á öllu þessu spillta og siðblinda liði!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 22:19

11 identicon

Þetta er svo rotið að maður skilur ekki hvernig þetta fólk getur horft framan í okkur (almenning) og sagt að þetta sé allt í lagi og þetta eigi að vera svona.

Ég held að Birna sé að eyðileggja fyrir femenistum sem sögðu að nú ættu kvennmenn að taka stjórnina í bönkunum, þetta hyski er allt eins. karl eða kona, skiptir ekki máli, það eru peningarnir sem ráða og ekkert annað!! Afhverju haldiði að engin segi af sér? Þetta lið er á svo háum launum og búið að koma sér svo vel fyrir, þetta er bara allt of kósy til að sleppa hendina af, við erum að tala um 1 til 2 millur á mánuði plús bíll og guð má vita hvað annað.

Burt með ríkisstjórnina, FME, Seðlabankastóra og seðlabankastjórn STRAX!

Ólafur Gísli (IP-tala skráð) 9.12.2008 kl. 03:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband