Þorleifi tekst að lægja öldur

Tölvupóstsmistök Þorleifs Gunnlaugssonar, borgarfulltrúa, hafa verið mikið í fréttum og sitt sýnist hverjum um málið. Margir hafa krafist afsagnar hans í bloggfærslum og viðbrögðum við fréttaskrifin á netinu, þar á meðal ég. Mér finnst samt málið horfa öðruvísi við eftir yfirlýsingu foreldra stúlkunnar þar sem þau fyrirgefa honum bréfaskrifin.

Í gær mátti skilja málið sem svo að þau væru ósátt við póstinn og opinberun nafnsins. Þar urðu Þorleifi vissulega á mikil mistök, sem hann hefur nú beðist afsökunar á. Mér finnst óþarfi að Þorleifur segi af sér, ef hann hefur náð að lægja öldur og leysa málið við stúlkuna og foreldrana. Með því hefur hann gert hið rétta.

En þessi mistök voru engu að síður mjög alvarleg og vekja umræðu um trúnaðarsamskipti kjörinna fulltrúa og þeirra sem leita með persónuleg trúnaðarmál sín þangað. Mikilvægt er að passað sé vel upp á þann trúnað.

Um leið var rætt um pólitíska ábyrgð á öðrum forsendum. Vinstrimenn sem kallað hafa eftir ábyrgð gleymdu því orði alveg í þessu máli og reyndu að verja það áður en ljóst var hver staða þeirra er. Merkilegt vissulega.

mbl.is Álasa ekki Þorleifi fyrir bréfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband