Nauðsynlegt að stokka upp í ríkisstjórninni

Ég hef verið þeirrar skoðunar um nokkuð skeið að mikilvægt sé að einhverjir ráðherrar, allavega fjármála- og viðskiptaráðherra, axli ábyrgð á bankahruninu og víki. Ég fagna því að sjálfsögðu þeim tíðindum að uppstokkun í ríkisstjórninni sé í kortunum. Sú uppstokkun er mjög mikilvæg eigi þessi ríkisstjórn að sitja áfram og endurvinna sér traust almennings í verkefnum næstu mánaða. Mér líst mjög vel á að Bjarni Benediktsson og Kristján Þór Júlíusson séu nefndir sem nýjir ráðherrar af hálfu Sjálfstæðisflokksins.

Umfram allt er mikilvægt að þessari ríkisstjórn takist að eiga nýtt upphaf, traust og gott, eigi henni að takast að vera farsæl í verkum sínum. Þar þarf að vinna heiðarlega að málum og samhent, en ekki með hótunum og ómerkingshætti eins og fram kom í tali Ingibjargar Sólrúnar í gær. Hallast ég þó að því að það sé einn spuni í gegn.


mbl.is Uppstokkun fyrir áramót
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Ég er ekki viss um að Kristján Þór geti talist vænlegur kostur í embætti fjármálaráðherra í ljósi tengsla hans við Samherja og þá í beinu framhaldi stjórnarformans gamla Glitnis.

Hvað sem því líður þá er ég þeirrar skoðunar að í embætti fjármálaráðherra eigi að skipa einstakling með menntun og reynslu við hæfi, sem aftur útilokar Kristján Þór. Finnist slíkur einstaklingur ekki innan ríkisstjórnarflokkanna þá er sjálfgefið að leitað sé út fyrir þá. Það mun ekki skapast traust á ríkisstjórnina með öðru móti.

Mun víðtækari uppstokkanir en þetta þarf í ríkisstjórn og lykilstofnunum til að endurvinna traust almennings á stjórnvöldum, Seðlabanka og Fjármálaeftirliti.

Sigurður Ingi Jónsson, 14.12.2008 kl. 21:04

2 identicon

Það þýðir ekki að breiða yfir rykið með nýrri mottu það verður að skúra fyrst það gerist ekki nema með kosningum.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 14.12.2008 kl. 22:15

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Til hvers, það þarf bara að skifta um ríkisstjórn strax.....ekki láta þá sem nú eru, velja sér eftirmenn eða velja í staðin  fyrir þá sem þeir "verða að fórna" til að friðþægja lýðinn (okkur).

Sverrir Einarsson, 14.12.2008 kl. 22:48

4 identicon

ef það er tilfellið eins og Jóhann Ásgrímsson rakti upp í SILFRINU hjá AGLI HELGASYNI,  í dag og svo aftur endursýnt núna áðan, þá sé ég ekki að það sé annað hægt fyrir stjórnvöld en

að stokka ærlega upp hjá sér en ég held að það sé bara ekki nóg.  ef það er tilfellið að klúðrið sem yfir okkur gengur sé að stærstum hluta stjórnvaldslegt klúður eins og Jóhann Ásgrímsson sagði þá er Alþingi ekki vært og ég sé ekki að Alþingismenn okkar Íslendinga hafi getu til að ráða fram úr þessu.  ég hefði haldið að ef við lítum yfir hjörðina í þingsal þá sjaldan að flestir eru mættir þá er þessir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn skásti kostur..... en það er bara ekki nóg.  sjáið FME !!!  hver er aðkoma þeirra og Kauphallarinnar ? 

það er ömurlegt að horfa til þess að undanfarin ár hefur ríkt bæði menntunar og æsku dýrkun í þessu landi, og viti menn þetta er útkoman !!! 

þetta er væntanlega raunvirði menntunar okkar Íslendinga.

á síðustu árum hef ég tekið eftir að fólk hefur verið metið hvers virði það, ég vil að við höldum því áfram að verðmeta fólk eftir verkum þeirra.  ekki síst núna. 

vitur maður sagði: það er erfitt að lifa erfiða tíma,- en enn erfiðara að lifa góðærið

b.jonsson (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband