Sýndarmennska á Bessastöðum

org2008
Mér finnst það eiginlega algjör sýndarmennska hjá Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, að biðja nú um launalækkun. Hann hafði orðað þetta fyrir einhverjum vikum í hálfkæringi en talar fyrst um þetta aftur nú þegar fólk talar um að hann eigi að hafna fjárlagafrumvarpinu. Ég held að það væri miklu betra hjá Ólafi Ragnari að spara hjá forsetaembættinu sem slíku og setja landsmönnum gott fordæmi þannig frekar en fara fram á launalækkun sem er ekkert nema pr-trix hjá manni sem á mjög erfitt við fall útrásarinnar, enda verið sameiningartákn útrásarvíkinganna.

Eins og fram hefur komið er kostnaður við síma forsetaembættisins 5,7 milljónir (19.000 krónur á dag!), myndatökur 1,6 milljón, leigubílaferðir 1,4 milljón, ferðakostnaður 9,6 milljónir, hótelkostnaður 5 milljónir, eldsneytiskostnaður 1 milljón, veisluhöld á Bessastöðum 9 milljónir og hraðflutningur á vörum tæp hálf milljón auk annarra kostnaðarliða. Árslaun forsetans eru að mig minnir svo tæpar 22 milljónir króna ofan á þetta auðvitað. Held að það blasi við öllum að sparnaður hjá embættinu væri mun betri ráðstöfun. Það eitt að tala minna í símann væri hollráð.

Ólafur Ragnar verður að ég tel fyrst og fremst minnst fyrir að vera holdgervingur hinnar eitruðu útrásar, sameiningartákn hennar og sendiherra þeirra sem settu landið á hausinn. Vond örlög það. Ekki má heldur gleyma að hann drekkti forsetaembættinu í græðgi og dómgreindarleysi. Ég yrði ekki hissa á þó margir teldu það hluta af uppstokkun komandi mánaða þar sem fortíðin verður gerð upp að þetta andlit útrásarinnar verði að víkja af Bessastöðum.

Kannski ætti einhver að benda Ólafi Ragnari Grímssyni á níundu grein stjórnarskrár. Þar stendur: "Forseti lýðveldisins má ekki vera alþingismaður né hafa með höndum launuð störf í þágu opinberra stofnana eða einkaatvinnufyrirtækja. Ákveða skal með lögum greiðslur af ríkisfé til forseta og þeirra, sem fara með forsetavald. Óheimilt skal að lækka greiðslur þessar til forseta kjörtímabil hans."


mbl.is Ólafur Ragnar fer fram á launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Andri

Forsætisembættið er til þess að kynna landið og taka á móti gestum. Ólafur hefur staðið sig prýðisvel í því embætti. Ef Davíði hefði tekist að ná þessu embætti værir þú ekki að skrifa þessa færslu.

Flott hjá Ólafi að biðja um þetta. Ekki eru fokksfélagar þínir og vinir þeirra(kratarnir) að skera niður í sínum lífeyrislaunum. Þeir eru að fara að lækka e-ð í launum en verða áfram með himinhá laun miðað við flesta í þjóðfélaginu. 

Finnst þér gott að lifa í þeirri sannfæringu að fólk þurfi að líða fátækt svo nokkrir geti verið billjónerar?  Það er kapítalismi!

Reynir Andri, 22.12.2008 kl. 00:32

2 Smámynd: Stefanía

ÓRG  er  einn al besti leikari sem þjóðin hefur átt !

Stefanía, 22.12.2008 kl. 01:21

3 identicon

"Enginn vafi leikur á því að það er mjög sterkt útspil hjá Geir H. Haarde, forsætisráðherra, að óska eftir launalækkun, ekki aðeins fyrir sig heldur yfir alla línuna."

Þannig hófst lofræða þín um samskonar ákvörðun forsætisráðherrans okkar, fyrir sléttum mánuði. Nei, Stefán, nú ertu ekki sjálfum þér samkvæmur. Mér finnst ekki einu sinni sniðugt að kalla Ólaf Ragnar "sameiningartákn útrásarvíkinganna". Ég held að þið sjálfstæðismenn ættuð að líta ykkur nær þegar þið leitið að blórabögglum vegna efnahagshrunsins.

Svona endar þú færslunna um ákvörðun Geirs. Þetta er eiginlega svolítið pínlegt:

"Geir tekur það skref sem ég taldi fyrirfram að ekki yrði stigið. Óttaðist það kannski frekar að ráðamenn þjóðarinnar myndu ekki horfa í eigin barm með að lækka laun á þessum tímum. En þetta eru traust og afgerandi skilaboð um að ráðamenn þjóðarinnar taki á sig vonda stöðu í efnahagsmálunum og lækki við sig launin. Landsmenn hljóta allir að fagna þessu útspili."

Baldur Guðmundsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 01:57

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Mér skilst að þessi símakostnaður innifeli öryggislínur, tölvukostnað o.fl. 

Það er óþarfi að vera að einblína á það svo sem, en almennar aðahaldsaðgerðir eiga að vera sjálfsagðar hjá forsetaembættinu. Launalækkunin á eflaust að vera P.r. trix, en fólk heimtar táknræna hluti eins og hátekjuskatt, þó hann skili engu. Ef þetta róar ofbeldisfullan múg, þá er það réttlæting í sjálfu sér fyrir launalækkun forsetans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 22.12.2008 kl. 02:02

5 identicon

Óvinir Íslands.

jón ásgeir jóhannsesson  Baugur Group
Árni Matthiesen  dýralæknir
Björgúlfur Thor Björgúlfsson  Samson
Hannes Smárason  Fl Group
Hannes Hólmsteinn Gissurarson  sníkill
Ólafur Ragnar Grímsson  forseti
Finnur Ingólfsson  fyrrverandi iðnaðarráðherra
Pálmi haraldsson  Fons
Karl Wernerson  Milestone  Glitnir
Steubgrímur Wernerson Milestone
Jóhannes Jónsson  Bónus
Björgúlfur Guðmundsson  Landsbankinn
Geir H. Haarde  Forsætisráðherra
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir  Menntamálaráðherra
Lúðvík Jósefsson  alþingismaður
Davíð Oddson  Seðlabankastjóri
Björn Bjarnason  Dómsmálaráðherra
Sigurður Jónsson  forstjóri KPMG
Jón Sigurðsson  forstjóri Stoða
Friðbjörn Orri Ketilsson  formaður frjálshyggjufélagsins
Tryggví Jónsson  dæmdur fjárglæframaður
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir  utanríkisráðherra
Halldór Ásgrímsson fyrrverandi forsetisráðherra

Viðskiptaráð.

Ingólfur Helgason
Halla Tómasdóttir
Katrín Pétursdóttir
Kristin Jóhannesdóttir
Halldór J. Kristjánsson
Knútur Hauksson
Þór Sigfússon
Lárus Welding
Hildur Árnadóttir
Tómas Már Sigurðsson
Hermann Guðmundsson
Róbert Wessman
Þórður Magnússon
Ari Edwald
Jón Sigurðsson
Hreggviður Jónsson
Margrét Pála Ólafsdóttir
Guðmundur Kristjánsson

To be continued.

Hörður Tómasson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 02:51

6 identicon

Já - ótrúlegt að maður sem maður tengdi við "lengst til vinstri" hafi gert sig sekan um að haga sér eins og ultra sjálfstæðismaður.

Hann ætti eiginlega að vera á launum hjá Sjálfstæðislokknum svo berlega hefur hann fylgt stefnu hans hvað varðar dýrkun á útrásarvíkingunum.

Vona bara að hann sjái að sér og fylgi ekki óheiðarleikanum, lýginni og soranum sem gegnsýrir Sjálfstæðisflokkinn.

ÞA (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 03:07

7 identicon

Er ekki næsta skref að leggja þetta embætti niður og sameina það forsætis- eða utanríkisráðherra?   Það kysi ég.

lydur arnason (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 05:59

8 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

maðurinn er hræsnari

Jón Snæbjörnsson, 22.12.2008 kl. 08:35

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Vil benda Baldri á að það er hið besta mál ef lækka á laun forsetans. Hinsvegar er eitt sem flækir það, en það er bundið í stjórnarskrá að ekki megi lækka laun forsetans sérstaklega. Svo verður að ráðast hvort farið verði út í það brot á stjórnarskrá. Kannski er það hið besta mál.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.12.2008 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband