Harkaleg framkoma - táknrænn gjörningur í Tali

Framkoma Teymismanna við Hermann Jónasson, fyrrum forstjóra Tals, er ansi harkaleg og óvægin. Allt er þetta gert því hann vildi ekki lúta valdi eigendanna og gerði samning við Símann um að viðskiptavinir Tals hefðu aðgang að dreifikerfi Símans, sem er stærsta dreifikerfi á Íslandi. Þetta þoldu tilteknir menn ekki og losuðu sig við Hermann. Er þetta ekki gott dæmi um það þegar hin kalda hönd sýnir vald sitt?

Mér finnst þessi framkoma þó mun frekar táknræn en merkileg. Þarna sést eigendavaldið í hnotskurn. Þeim sem fylgja því ekki er kastað út á kaldan klakann.

mbl.is Sagt upp og samningi rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir mér er þetta einfalt. Ef maður sem er í vinnu hjá mér, tekur einhliða ákvörðun sem kostar mig talsvert tekjutap, þá myndi ég láta hann fara !

 Skítt með sjálfstæði eða það að vilja ekki "lúta valdi eigenda". Þetta er engin góðgerðastarfsemi, og ef þú kostar mig tekjutap, þá læt ég þig fara ! Held að það sé mjög einfalt, og í raun athugavert ef starfsmaður skeitir ekki um afkomu meirihluta eigenda finnst mér ! 

 P.S. Ég er ekki Teymi, og hef ekki komið að þessari ákvörðun á neinn hátt, er bara lesandi þessarar fréttar rétt eins og hver annar !

Pilko (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 11:33

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Stefán. Ég er ekki sammála þinni túlkun að þessu sinni. Hver þarf framkvæmdastjóra sem ekki fylgir ákvörðunum stjórnar. Það er ófært að semja við fyrirtæki ef samningar halda ekki og samkvæmt frétt inni var samningur í gildi. Þetta átti hann að vita ekki satt. Ég verð að viðurkenna að þetta kemur mér ekki á óvart. Hermann er búinn að vera í forsvari fyrir söluteymi Landsbankans í nokkurn tíma og þar skipti hraðinn mestu máli og magnið. Þetta virðist hafa verið flumbrugangur eins og ég skil fréttina.  Köld eigendahöndin, bláa höndin eða hin ósýnilega hönd markaðarins hvílum þær en tökum upp hjálparhöndina. áramótakveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 31.12.2008 kl. 12:20

3 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Mér finnst þetta ofureðlileg viðbrögð stjórnar fyrirtækis við ákvörðunum framkvæmdastjóra síns. Hans ákvarðanir og framkvæmdir voru ekki í samræmi við vilja stjórnar og eigenda fyrirtækisins ef marka má fréttir, og því ekkert annað að gera en að láta manninn fara. Ef ég tæki svona einhliða ákvörðun í mínu starfi og ákvæði að gera innkaup í þá verslun sem ég stjórna hjá nýjum birgjum, sem ekki væri að skapi stjórnar fyrirtækisins,  fengi ég í minnsta lagi alvarlega aðvörun en að öllum líkindum brottvikningu úr starfi.

Gísli Sigurðsson, 31.12.2008 kl. 16:46

4 identicon

Það ein góð regla sem á að hafa í heiðri í opinberri umræðu; trúa aldrei því sem stendur í fjölmiðlum og það er ekki allt sem sýnist.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband