Ægivald Ingibjargar Sólrúnar yfir Sigurbjörgu

ISG
Nú er ljóst, sem öllum mátti vera augljóst, að Ingibjörg Sólrún talaði við Sigurbjörgu stjórnsýslufræðing en ekki Guðlaugur Þór. Ég er reyndar undrandi á þeim sem töldu að Guðlaugur Þór hefði slíkt vald yfir henni. Auðvitað er ægivaldið úr Samfylkingunni, enda hefur Sigurbjörg tekið að sér verkefni fyrir formann Samfylkingarinnar og fylgdi henni t.d. í utanríkisráðuneytið þegar hún tók við embættinu fyrir tæpum tveimur árum. Guðlaugur Þór er ekki það valdamikill að hann geti hótað Sigurbjörgu og talið sig geta komist upp með það.

Enda var þegar ljóst er Sigurbjörg vildi ekki taka málið lengra og ekki upplýsa nafn ráðherrans að hann væri úr flokki hennar, Samfylkingunni. Nú hefur Ingibjörg Sólrún sjálf staðfest þetta. Þeir sem hjóluðu í Guðlaug Þór í nafni þess að hún væri kannski að tala um hann ættu að sjá sóma sinn í að biðja hann afsökunar, enda tilefnið ekkert til að ráðast að honum vegna þess sem stjórnsýslufræðingur Samfylkingarinnar sagði. Ægivaldið sem beina átti að Sigurbjörgu kom auðvitað ekki úr Sjálfstæðisflokknum.

Mér finnst merkilegt að Sigurbjörg ákvað að koma fram með hálfkveðna vísu, segja sögu af ráðherra flokksins hennar sem hafði samband við hana og setti henni stólinn fyrir dyrnar og siðareglur á borð sitt en ekki upplýsa hver gerði það. Auðvitað er það barnaskapur að halda að hægt sé að koma með svo hálfkveðna vísu en ekki botna hana á sama vettvangi og skilaboðin eru sett fram. Henni hefði verið sómi af því að segja þetta allt í ræðunni í Háskólabíói.

Ægivald formanns Samfylkingarinnar yfir Sigurbjörgu er greinilega talsvert fyrst sagan var ekki botnuð á staðnum.

mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sæll Stefán. Væri ekki kjörið fyrir fyrrum formann Sjálfsstæðisflokksins að botna sínar hálfkveðnu vísur undanfarið?

Víðir Benediktsson, 13.1.2009 kl. 18:25

2 Smámynd: Kristján Logason

Þetta var snilldar herbragð hjá Sigurbjörgu enda sýndi hún með einni setningu hversu rotið íslenskt stjórnkerfi er. ISG hafði við hana samband og varaði hana við. Af hverju? Af því hún þekkti vinnubrögðin á stjórnarheimilinu.

Það er ljóst að mikil er þörfin á því að hreinsa út úr stjórnkerfinu eins og það leggur sig. Semja nýja stjórnarskrá, Ný lög og byrja upp á nýtt.

Við núverandi aðstæður þar sem enginn treystir neinum og menn eins og Guðlaugur vaða fram í gerræðisvillu vímu rænandi strandaða skútuna björgunarhringjum farþega er ekki annað hægt.

Kristján Logason, 14.1.2009 kl. 00:50

3 Smámynd: Karl Ólafsson

Í ljósi þeirrar staðfestingar að um ISG hafi verið að ræða er nú afar þægilegt fyrir ykkur Sjálfstæðismenn að gleyma öðrum atriðum sem Sigurbjörg uppljóstraði í ræðu sinni.

T.d. þeirri fullyrðingu hennar að Guðlaugur hafi sagt við hana á (tveggja manna) fundi þeirra í milli að hann hefði tiltekinn mann (Steingríma Ara) í huga í stöðu forstjóra Sjúkratryggingastofnunar, löngu áður en stofnunin var sett á laggirnar. Þetta atriði sýnir enn einu sinni að umsóknarferli um opinberar stöður er skrípaleikur og tilgangslaust sjónarspil. Góð lýsing Sigurbjargar á fáranleikanum sem fólst í því fyrir hana að mæta í atvinnuviðtal hjá ráðherra sem var búinn að segja henni beint eða óbeint að hún fengi ekki stöðuna löngu áður og í raun búinn að segja henni hver fengi hana!

Karl Ólafsson, 14.1.2009 kl. 01:16

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sigurbjörg getur auðvitað farið í mál ef hún er ósátt við ráðninguna í forstjórastöðuna. Henni eru allir vegir færir með það, tel ég. Skil ekki af hverju þarf að dylgja um það. Slíkt á heima fyrir dómi bara.

Hvað varðar ISG er greinilegt að sumir líta öðruvísi á þessi samskipti fyrst þetta var ekki Guðlaugur Þór. Þetta er sama málið engu að síður og merki um dómgreindarbrest hjá ISG. Skil ekki hvernig var hægt að túlka þessi samtöl sem vinargreiða. Þetta líkist meira hótunum.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.1.2009 kl. 01:27

5 Smámynd: Karl Ólafsson

Stefán, ég er hjartanlega sammála því að afskipti ISG af þessu voru fyrir neðan allar hellur og eru þau því miður ekki eina dæmið um dómgreindarbrest ISG síðustu vikurnar.

En við vitum líka báðir að það þjónar engum tilgangi að fara í mál út af svona ráðningum. Þessi vinnubrögð hafa verið og halda áfram að vera viðtekin venja í stjórnkerfinu þangað til siðbót verður hjá framkvæmdavaldinu.

Karl Ólafsson, 14.1.2009 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband