Ný framsóknarstjarna - vandræðalegt klúður

sdg
Ég vil óska Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni til hamingju með glæsilegt formannskjör í Framsóknarflokknum. Kjör hans markar kynslóðaskipti og þáttaskil fyrir Framsókn. Ekki er langt síðan hann gekk í flokkinn og hann er ekki markaður neinum fyrri átökum í flokknum og kemur inn á eigin vegum en ekki annarra. Hann ætti því að geta leitt flokkinn af braut sundrungar og óheilinda og gefið þeim sóknarfæri í átökum næstu mánaða, en æ líklegra er að kosningar verði á árinu.

En mitt í þessum sögulegu þáttaskilum Framsóknar verður eitt vandræðalegasta klúður sem ég hef séð og heyrt af í íslenskri stjórnmálasögu. Lýst er yfir formannskjöri Höskuldar Þórhallssonar og hann rétt að fara að flytja sigurræðu sína þegar ljóst er að tölum hefur verið víxlað. Þetta er eitthvað svo dæmigert fyrir fyrri klúður framsóknarmanna og lánleysi þeirra. En vonandi er fall fararheill í þessum efnum.

En niðurlæging Halldórsarmsins margfræga er staðreynd í þessum úrslitum. Valinn fulltrúi þeirra fær afhroð og valinn er á formannsstólinn ungur og frambærilegur maður sem getur virkilega sagt að hann sé fulltrúi nýrra tíma, enda nýr í pólitík og hefur margt gott fram að færa - getur í raun og sann verið nýtt leiðarljós Framsóknarflokksins og kannski bjargvættur hans ef honum gengur vel í embætti.


mbl.is Sigmundur kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

Auðvitað er rétt að óska Sigmundi til hamingju með formannskjörið en hann er ekki að fara leiða þennan flokk eitt eða neitt - flokkurinn er búinn.
Esb- ákvörðun þeirra á föstudag er brandari. Eða eins og BB orðaði það Já Já / Nei Nei

Óðinn Þórisson, 18.1.2009 kl. 16:50

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Við óska Sigmundi til hamingju. Þetta var skynsamlegt val hjá framsóknarmönnum, ætli þeir sér að halda lífi í flokknum á annað borð.

Nú er að sjá með það.

Kolbrún Baldursdóttir, 18.1.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Guðrún Una Jónsdóttir

Já þetta var eitt af því neyðarlegasta sem maður hefur heyrt um. En Sigmundur fær mínar hamingjuóskir. Ég er viss um að hann á eftir að koma flokknum á fæturna aftur.

Guðrún Una Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 22:07

4 identicon

Einn búinn, nokkrir eftir, spurningin sem allir hljóta að spurja sig núna þegar þessi úrslit liggja fyrir, ætli Sjálfstæðisflokknum beri vit og gæfa til að losa sig við sína forystu? Ég vona ekki, þá er von til að Flokkurinn verði að þeim 10% flokki sem hann á að vera. Það er þyngra en tárum taki að þurfa að viðurkenna það að geri flokkarnir allir ekki stórkostlegar breytingar á forystu verður aðeins hægt að kjósa Framsókn í komandi kosninum.

jónas (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband