Aðför að þinghúsinu - upphafið á grófari mótmælum

Ég get ekki sagt að ég sé hissa á því sem er að gerast við Alþingishúsið. Við höfum séð fyrirboða þess gerast að undanförnu víða, þar sem mótmælendur hafa gengið æ lengra, t.d. á gamlársdag við Hótel Borg þar sem umræðuþáttur um stjórnmál var stöðvaður. Aðeins var beðið eftir því að syði virkilega upp úr og sú týpa mótmæla sem stunduð hefur verið til hliðar við friðsamlega fundi Harðar Torfasonar yrði enn meira áberandi.

Mér finnst það ekki gott að ætla að vega að starfinu í þinghúsinu og ráðast að þeim sem sinna sinni vinnu. En eftir fréttina í gær sérstaklega um aðferðir sýslumannsins á Selfossi skil ég reiði fólks upp að vissu marki og auðvitað er reiðin mjög almenn í samfélaginu. Held að við séum öll reið yfir því hvernig komið er fyrir þjóðinni og öll höfum við okkar sýn á hvað eigi að gera. En við verðum að passa upp á að fara ekki yfir strikið.

Ég óttast að þetta sé það koma skal á næstunni og yrði ekki hissa þó gengið yrði enn lengra. Við erum að upplifa örlagatíma hér og væntanlega mun reyna mikið á þá sem taka þátt í stjórnmálum hvort þeir geti sinnt sínum störfum eða munu gefast upp í þessu mótstreymi.

mbl.is Piparúða beitt við þinghúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Það er synd að ekki hafi verið vinnufriður til að ræða í þaula kosti þess að selja áfengi í Bónus.

Sigurður Ingi Jónsson, 20.1.2009 kl. 15:37

2 identicon

Stjórnarliðar tala í sífellu um að hlusta verði vandlega á kröfur mótmælanda.

Kröfur mótmælenda eru einfaldar. Stjórnina frá. Aðgerðir strax.

Ef að stjórnendur myndu víkja eftir friðsöm mótmæli þá væri ekki þörf á harðari mótmælum.

Stjórnarliðar tala um mikilvægi vinnufriðs. Að mótmælendur séu að hindra björgunarstarfið.

Ef þú getur bent mér á mikilvægi eftirfarandi þátta við björgunarstarfið þá gæti ég hugsanlega tónað niður mótmæli mín.

1. Óundirbúinn fyrirspurnatími.
2. Vátryggingastarfsemi (heildarlög, EES-reglur) 225. mál, lagafrumvarp viðskiptaráðherra. 1. umræða.
3. Greiðslur til líffæragjafa (heildarlög) 259. mál, lagafrumvarp félags- og tryggingamálaráðherra. 1. umræða.
4. Sala áfengis og tóbaks (sala léttvíns og bjórs) 37. mál, lagafrumvarp SKK. 1. umræða.
5. Olíugjald og kílómetragjald (endurgreiðsla gjalds) 40. mál, lagafrumvarp HöskÞ. 1. umræða.
6. Andstaða við eldflaugavarnakerfi í Austur-Evrópu 49. mál, þingsályktunartillaga SJS. Fyrri umræða.
7. Tóbaksvarnir (reykherbergi á veitingastöðum) 57. mál, lagafrumvarp JM. 1. umræða.
8. Stjórnarskipunarlög (bráðabirgðalög, þingseta ráðherra) 58. mál, lagafrumvarp KHG. 1. umræða.
9. Prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða 59. mál, þingsályktunartillaga ÁJ. Fyrri umræða.
10. Skipafriðunarsjóður 60. mál, þingsályktunartillaga MS. Fyrri umræða.
11. Áhrif markaðsvæðingar á samfélagsþjónustu 66. mál, þingsályktunartillaga ÖJ. Fyrri umræða.
12. Umferðarlög (forgangsakreinar) 93. mál, lagafrumvarp SVÓ. 1. umræða.
13.

Fjármálafyrirtæki (kynjahlutföll í stjórnum) 111. mál, lagafrumvarp SVÓ. 1. umræða.

Ef ekki þá tel ég að friðsamleg lokun alþingis muni ekki hindra björgunarstarfið (sem virðist ekkert).

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 15:38

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Yfir hvaða strik á passa sig að fara ekki Stefán, ég bara spyr, ég var þarna í dag og þarna var fólk (krakkar) sem voru að leita að tilefni til múgæsingar við lögregluna einvörðungu, voru að storka þeim með stólpakjaft en það dugði ekki á þá og þá var gripið þeirra aðgerða sem þeir vissu að myndi þýða piparúða og þóttust svo voða saklaus og allt lögreglunni að kenna.

Annað og alvarlegra mál er að ef fólk hefði vitað hver dagskrá Alþingis eftir jólafrí þeirra háu herra er ég ekki viss um að það hefðu bara verið unglingarnir sem hefðu látið til skara skríða.

Var fyrsta mál á dagskrá tengt ástandi í ríkisfjármálum??????
Nei það var tengt því hvort ætti að leyfa sölu á víni í  Bónus eða ekki!!!!!!

Og hver var tillaga stjórnarandstöðunnar? Tóm upphróp að hætti unglinga engar tillögur.

Það á eftir að sjóða uppúr, og þá aElmennilega, ekki bara örfáir unglingar sem eiga við svo máttlausa lögreglu að þeir þurfa minnst 4 á ca 15 ára ungling!!!

Eru þetta ekki þrekþjálfaðir menn í sérsveitinni? Hvað myndu þeir gera ef verulega syðu uppúr og yfir 100 manns misstu sig?

Nei það þarf nýtt fólk, nýjar áherslur, kosningar sem fyrst, en auðvitað gala þeir hæst sem vita að það er vonlaust að þeir komast aftur á þing að það sé hið  mesta glapræði að þurfa að þola "stjórnarkreppu" ofan á allt annað sem "þarf að laga".............en þeir eru bara ekki að laga neitt.

Góðar stundir

Sverrir Einarsson, 20.1.2009 kl. 16:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband