Óeirðir og óeining - umbrotatímar í stjórnmálunum

Ég skynja óeirðirnar og lætin við þinghúsið í dag sem mótmæli gegn stjórnkerfinu í heild sinni. Gremja fólks og óánægja er skiljanleg. Erfitt er að skilja samt hversu langt eigi að ganga í þeirri ólgu. Ekki virðast nein mörk á því hversu langt eigi að ganga og væntanlega er þetta aðeins forsmekkur þess sem koma skal. Get ekki séð hvernig eigi að sætta ólík sjónarmið nema þá aðeins að boðað verði til alþingiskosninga og stokkað upp í stjórnkerfinu.

Persónulega hef ég viljað að farið verði yfir allt ferlið og dómar felldir í kjölfar þess. Hinsvegar er vandséð hvernig verði komið í veg fyrir þingkosningar á árinu. Ákallið er sterkt og mjög skiljanlegt.

mbl.is Þjóðin var í Alþingisgarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er náttúrulega bara þennig minn kæri stefán að þjóðin (amk sá hluti hennar sem ekki stundar rétttrúnað á sjálfstæðisflokkinn) vill kosningar, gerist það í framhaldinu að sömu flokkar halda völdum þá hefur sú ríkisstjórn umboð til að gera það sem gera þarf til að koma þjóðinni í gegnum þennann vanda, sú ríkisstjórn sem nú situr hefur það umboð ekki. Eins ráðvilt og framtakslaus ríkisstjórn hefur að ég held aldrei fyrr setið á valdastólum. Veruleikafyrringin varð öllum ljós þegar litið var yfir dagskrá þingsins, pappakassar eins og Siggi Kári að reyna að koma því til leiðar að við gætum keypt brennivín í búðum. Er það virkilega það sem er mest aðkallandi, nú endurtek ég þá frómu ósk mína að boðað verði til kosninga og Flokkurinn gera ekkert til að bæta í lekann, þá verður mér og fleirum vonandi að ósk sinni og að Flokkurinn fari niður í sín eðlilegu 10%

jónas (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:03

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

...ég er soldið öðruvísi. Búin að vinna í geðsjúkrahúsum og með hættulega fanga í 25 ár. Breytt skoðu minni á þjóðfélagi töluvert. Engar bengiar að ég éigi að sendast tilk næsta geðl´knis, því érg vinn með þeim. ;)

Dæmið er svona: "Ef einhver "ónefndur" enn mjög háttsettir fengi kúlu í skallan, myndu íslendingar ekki vakna úr þessum "þyrniósadvala" sem hún er í!

Spyr sá sem ekkert veit....

Óskar Arnórsson, 20.1.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband