Ríkisstjórn í andaslitrunum - uppgjör framundan

Ekki þarf stjórnmálasérfræðing til að sjá að stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar er að ljúka, eða er svo stórlega skaddað að það endist ekki mikið lengur. Traustið er horfið úr samstarfinu og fólkið í landinu er að snúast gegn henni. Ég hef lengi verið efins um þessa ríkisstjórn og græt hana svosem ekki, þó ég vonaði að hún gæti staðið í lappirnar fram að kosningum einhverntímann á þessu ári. Væntanlega ráðast þau örlög fljótlega, þó ég telji hana í raun feiga að nafninu til.

Framtíðin er óljós. Mikið er talað um myndun rauðgrænnar stjórnar. Ef vinstriflokkarnir telja sig ráða við ástandið betur og gætu tekið af skarið verður það að ráðast. Ég hef aldrei verið mjög hrifinn af vinstristjórnum, enda sagan ekki beint þeim hliðholl. Þær hafa sjaldan staðið undir sér nema um skamman tíma og oftast endað í upplausn og fylkingamyndunum. Mér finnst eðlilegast gefist þessi stjórn upp að kosningum verði flýtt eins og mögulegt má vera og það verður ekki umflúið.

Ég tel að menn hefðu betur farið að ráðum Davíðs Oddssonar í vetur og myndað þjóðstjórn þegar eftir bankahrunið eða allavega tryggt samstöðu stjórnmálanna um verkin. Slíkt var ekki gerist og dæmist sem mikil pólitísk mistök. Davíð mat stöðuna þá rétt. Mér hugnast betur að fá utanþingsstjórn ef þessi gefst upp. Ef stærstu flokkar landsins geta ekki leitt þjóðina á að fá utanaðkomandi menn að verkinu.

Hvað varðar Sjálfstæðisflokkinn er ég kominn á þá skoðun að þar verði að taka duglega til í forystunni og sýna nýja ásýnd á landsfundi í næstu viku. Slíka stefnu þarf að móta í aðdraganda kosninga og gefa fólki tækifæri til að velja nýja ásýnd flokksins í kosningunum sem verða fyrr en síðar.

mbl.is Ekki á kosningabuxunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Stefán, þegar þú talar um utanþingsstjórn þá ertu að gleyma einu. Forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson skipar utanþingsstjórnina. miðað við hvernig hann hefur framið fram, verða þá Hannes Smárason og Jón Ásgeir skipaðir ráðherrar eða einhverjir menn tengdir þeim? nei maður veltir því fyrir sér.

Annars er allt að koma í ljós sem spá var 2007 varðandi ríkistjórnarsamstarf með Samfylkingunni. 

Fannar frá Rifi, 21.1.2009 kl. 21:08

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Nei við sjalfstæðismenn mundum græða á vinstri stjórn fram að kosningum,ef svo mætti kalla,og sjá hvað þeir gjöra/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.1.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband