Sjálfseyðingarhvöt á Stöð 2 - Sigmundur rekinn

Mér finnst það merki um sjálfseyðingarhvöt hjá yfirmönnum Stöðvar 2 að gengisfella fréttaumfjöllunina með þeim hætti sem sést hefur síðustu daga, einkum í Íslandi í dag. Brottrekstur Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Sölva Tryggvasonar og Elínar Sveinsdóttur eftir áralöng störf er lágkúruleg aðför að fréttastarfinu; traustri fréttamennsku og alvöru stjórnmálaumfjöllun sem hefur lengst af verið einkennismerki á Stöð 2.

Held að þetta sé besta dæmið um að hörð pólitík er sett þar til hliðar en tekin upp dúlluleg umfjöllun á örlagatímum. Greinilegt er að fréttastofan logar af óeiningu og þar er algjört stjórnleysi. Held að flestum hafi blöskrað þegar Íslandi í dag var breytt úr alvöru þjóðmálaþætti í séð og heyrt glamúrmennsku með yfirborðskenndri umfjöllun sem er ekki í takt við almenning.

Á þeim degi þegar mótmælin hófust við þinghúsið var sérstakt að sjá Ísland í dag sem virkaði eins og þátturinn væri í glerkúlu fjarri fólkinu og í engu samhengi við aðra umfjöllun. Þegar Sölvi Tryggvason var rekinn mátti sjá nýjar áherslur og brottrekstur Sigmundar Ernis staðfestir það.

Fréttastofa Stöðvar 2 er ónýt sem marktækur fréttamiðill, hafi einhverntímann verið eitthvað að marka hana, og virðist vera varnarveggur fyrir auðjöfra, eiganda sinn, frekar en frjáls og óháð.

mbl.is Frjáls undan oki auðjöfra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband