Eru mótmælendur endanlega að verða ruglaðir?

Ég held að mótmælin hafi runnið út í sandinn og orðið ótrúverðug í nótt. Árásin á lögregluna og nú þessi yfirlýsing um að ráðast að heimilum lögreglumanna er óverjandi og lágkúruleg. Ég held að mótmælendur séu á góðri leið með að eyðileggja baráttuna og þeir sem ganga lengst eyðileggja friðsöm mótmæli þeirra sem hafa frekar haldið sér til hlés og verið rólegir í sinni tjáningu.

Það að ráðast að lögreglunni með þvagi og saur, eins og fram hefur komið, er óverjandi og aðeins til þess fallið að landsmenn leggist gegn mótmælunum. Takmörk eru fyrir öllu. Þeir mótmælendur sem ganga fram með þeim hætti og var í nótt eru ekkert nema skríll og eiga að fá það heiti yfir sig og sinn tjáningarmáta.


mbl.is Nafnbirtingin grafalvarlegt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Við skulum ekki rugla saman mótmælendum og fámennum hópi æsingarmanna.

hilmar jónsson, 22.1.2009 kl. 12:54

2 identicon

Að kasta 3,5 kg grjóti í lögregluna er manndrápstilraun. Samt er mótmælandi ekki það sama og mótmælandi. Því miður er það gömul saga að það er alltaf meirihlutinn sem líður fyrir verk fárra. Takk fyrir.

Margret Einarsdottir Long (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:57

3 identicon

þó að fámennur hópur sem virðist vilja ofbeldi reyni að fela sig í hópi mótmælenda finnst mér vafasamt að setja alla mótmælendur undir sama hatt.

Allt of mikil einföldun hjá þér.

Karma (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 12:57

4 identicon

Heyrðu!

Það eru ekki mótmælendur sem standa fyrir þessu. Bara til að haf það á hreinu. Það er komið nóg af því að skella á mótmælendur öllu sem aflaga fer.

Þó að einhver ruglaður einstaklingur hagi sér eins og bjáni þá er ekki hægt að yfirfæra það á alla mótmælendur.

Sama á við um árás á lögreglu í nótt. Þetta er ekki eitthvað sem mótmælendur gerðu. Þetta er afleiðing af því rótleysi sem á sér stað í þjóðfélaginu, því að óhjákvæmilega poppa upp veikir einstaklingar þegar slíkt ástand varir.  Við þurfum að fá sterka forystu til byggja upp traust almennings og byggja upp réttlátara samfélag.

Hanna (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:02

5 Smámynd: Kjartan Heiðberg

Tek undir þetta.  Skríll, sem notfærir sér heilbrigð mótmæli til að búa til leiðindi, er óásættanlegur.  Nefni sem dæmi skeggjaða gaurinn sem gekk á eftir lögregluþjóninum og bankaði í hjálm hans með sleif.  Hvað var hann að biðja um, sá "ágæti" maður?  Hver hefðu orðið viðbrögð hans ef l-þjónninn hefði svarað áreitinu?

Ég fellst á þau rök Harðar, Evu o.fl. að hver mótmæli fyrir sig en mér finnst kominn tími til þau og fleiri fyrirmyndar mótmælendur gefi út einhver mörk.

Lögreglan er ekki óvinurinn.  Lögreglan er ekki einu sinni fulltrúi óvinarins.  Ég fullyrði að flest allir lögregluþjónarnir eru sammmála mótmælendum og margir þeirra tækju þátt, sem borgarar, ef þeir væru ekki á vakt.

Kjartan Heiðberg, 22.1.2009 kl. 13:16

6 identicon

Hefur þér ekkert dottið í hug að þetta geti verið áróður? Ég er mikið búinn að vera lesa síður fólks sem er í mótmælum og hef hvergi séð umræddar vefsíður. Ég svo sem undrast ekki að þú skuluir grípa þetta á lofti, verandi Sjálfstæðismaður.

Valsól (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 13:26

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Til mótmælastöðu á Austurvelli hafa mætt 3-8.000 manns í einu, laugardag eftir laugardag, sjálfsagt hleypur á einhverjum tugum þúsunda sá fjöldi einstaklinga sem komið hafa á einhvern mótmælafundinn.

Það er argasti dónaskapur að setja allt þetta fólk undir sama hatt og fámennan skríl sem leitað hefur i skjóli nætur að átökum við lögreglu.

Mótmælendur eru ekki að verða ruglaðir þótt einhverjir ruglaðir einstaklingar þykist vera mótmælendur.

Sú mynd sem þú kýst að draga upp í þessum pistli er ámælisverð.

Sigurður Ingi Jónsson, 22.1.2009 kl. 13:32

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Reiðin trappast upp vegna þess að "skríllinn" vill ekki fara frá völdum. Svo er alveg ótrúlegt að lögregla skuli voga sér að nota piparúða, og núna táragas.

Ég hef enga samúð með lögreglunni í þessu máli. Það er fólk sem hefur aldrei hugsað þá hugsun, enn eru að ræða um að tala við bankastjórann sinn með hlaðna haglabyssu því þeir eru að fara út á götu með stórar fjölskyldur.

Ert þú nokkð í þeim sporum? Ég er fluttur frá Íslandi og ætla ekki að koma þangað meira. Ég er búin að tapa öllu sem ég á í kjaftinn í bönkunum og meira til. Og ég er ekki einn í þessari stöðu.

Óskar Arnórsson, 22.1.2009 kl. 15:10

9 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Þú hreyfir ekki við lögreglumanni við skyldustörf. Svo einfalt er nú það. Það er jafn óábyrgt og að hjóla í sjúkraflutningamann sem er að sinna slösuðum á vettvangi.

Þegar ráðist er að lögreglumönnum með þvagi, saur, gangstéttarhellum, málningu og eldfimum efnum, má gera ráð fyrir því að þeir snúist til varnar. Það hefur ekki hingað til flokkast undir handahófskennt ofbeldi.

Flosi Kristjánsson, 22.1.2009 kl. 15:45

10 Smámynd: Ellý

Fólk lætur alltaf eins og það séu allir mótmælendur sem gera þessa hluti. Það er alltaf einn og einn sem hegðar sér eins og fáviti í öllum hópum. Mér þótti vænt um það hversu margir mótmælendur röðuðu sér upp til að hlífa lögreglumönnum frá grjótkasti. Það væri gott að vita hverjir það eru sem eru að eyðileggja fyrir öllum og fá þá frá.

Ellý, 22.1.2009 kl. 16:11

11 identicon

Um síðustu ath.semd kl. 16:11. 

Fólk lætur ekki alltaf þannig.  Er það?  Fullt af fólki hefur tjáð sig um þetta í fjölmiðlum.  Hópur fólks er búinn að vera að skrifa um það núna í dag.  Fólk veit að það er villtur lýður sem ræðst á lögreglu.  Ekki friðsamir mótmælendur.  Og það er ófyrirgefanlegt.   

Elly (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:08

12 Smámynd: Kjartan Heiðberg

Ellý!
Fólk lætur ekki alltaf eins og það séu allir mótmælendur sem gera þessa hluti.  Það gera allir sér grein fyrir því að verið er að tala um tiltölulega lítinn hóp, sem er að nota tækifærið, í skjóli mótmæla, að búa til átök við lögregluna.  Þessi skríll (réttnefni í þessu samhengi) er ekki að mótmæla einu né neinu.  Hann er að slást við persónulegan óvin sinn, lögregluna.  Þetta fólk þarf að fjarlægja eða koma fyrir það vitinu.

Kjartan Heiðberg, 22.1.2009 kl. 20:38

13 identicon

Þeir sem vörðu lögreglumennina eiga heiður skilinn. 

Elly (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 22:47

14 Smámynd: Óskar Arnórsson

Rétt hjá Flosa að það er ekkert sem réttlætir ofbeldi af neinu tagi við skyldustörf. Enn myndir teknar af sjónvarði sýnir að sumir lögreglumenn voru ekki að sinna skyldustörfum.

Það er skríll í lögreglunni líka. Hálf ættin eru og voru lögreglumenn. Mað er ekki að sinna skyldustörfum sem piparúðar sjónvarpsmann t.d. gjörsamlega að ástæðulausu! Það er bara skríll í einkennisbúningi sem kollegar þeirra ættu að stoppa með valdi. Til þess eru þeir.

Það hefur sést til margra lögreglumanna hreinlega æsa fólk upp, og tekst það best við þá sem þegar eru orðnir æstir. Svo þessi skrílslæti kemur frá báðum hliðum.

Ég sá mynd af einum lögreglumanni sveiflani kylfu, sem vill svo til að tekur anabóla steríóíder. Og æfir kraftlyftingar. Þessirt menn eiga ekkert að vera í lögreglubúningum! Þeir eru stéttinni til skammar.

Anabolaneysla gerir menn snarvitlausa í skapinu, margir verða ekki húsum hæfir og það er almenn vitneskja um þessa neyslu innan lögreglunnar. Geta orðið stór hættulegir fólki. Líta út eins og nautgripir.

Víkingasveitarmaður sem tekur anabola og ber vélbyssu, er nákvæmlega eins og amfetamínisti með sama vopn. Ég vil hvorugan sjá með vopn út á götu.  

Ég tek aldrei þátt í neinum mótmælum nema skriflegum. Lögreglan þarf að hreinsa út þessa Anabolastráka og það nóg til af stórum og stæðilegum lögreglumönnum sem ekki þurfa stórhættuleg eiturlyf til að geta sinnt sínum skyldustörfum.  

Ofbeldi er ekkert einkamál lögreglu Reykjavíkur. Ef borgari sér að lögregla er að níðast á borgurum, eiga þeir að koma viðkomandi til hjálpar enn ekki láta sem ekkert sé. Þessi þróun er farin að gera vart við sig á Íslandi.

Óskar Arnórsson, 23.1.2009 kl. 02:37

15 Smámynd: Óskar Steinn Gestsson

Geir Jón segir hvergi að mótmælendur hafi verið að verki, afhverju dæmiru okkur öll sem einn? Ég talaði við Geir Jón í dag og hann gat náttúrulega ekki sagt mér hverjir þetta voru en þeir hafa samt einhverja hugmynd um það og það voru ekki mótmælendur, rosalega áttu auðvelt með að dæma!

Óskar Steinn Gestsson, 23.1.2009 kl. 06:25

16 identicon

Ég er orðinn alveg hrikalega þreyttur á því að talað sé illa um mótmælin út af einhverjum örfáum unglingsgelgjum sem gera allt til að valda usla. Þeir sem koma saman á þessi mótmæli eru í 90 og eitthvað % hluta friðsamir og eru einungis að búa til hávaða til þess að vekja athygli á þessum málstað.

Ekki kalla mótmælendur skríl. Þú sérð nú bara hvað hefur gerst vegna þess að fólk stóð upp og lét í sér heyra.

Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 13:28

17 identicon

Núna hefur lögreglustjóri komið í fjölmiðla og sagt að forsprakkar ofbeldis gegn lögreglu hafi jú verið menn sem dæmdir hafi verið og þekktir af lögreglu.  'Oskar Arnórsson, takk fyrir svarið, vona samt að það sé rangt að slíkir menn séu innan lögreglunnar okkar. 

Elly (ath. bæði Elly og Ellý hafa skrifað að ofan, erum ekki sama manneskjan)

Elly (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband