Ingibjörg Sólrún fárveik - vill áfram sömu stjórn

Ég skil Ingibjörgu Sólrúnu þannig að hún vilji halda í stjórn með Sjálfstæðisflokknum fram að kosningum, í fyrsta lagi í vor eða síðasta lagi í haust, frekar en vinna með vinstri grænum. Greinilega er mikill hiki í Samfylkingarmönnum með að fara í stjórn með VG á þeim forsendum að þeir hafa engar lausnir komið með hvað varðar efnahagsmálin og hafa talað af miklu ábyrgðarleysi. Auk þess er augljóst að ekki myndar Samfylkingin vinstri stjórn um Evrópuáherslur.

Mér fannst eiginlega erfitt að hlusta á Ingibjörgu Sólrúnu í viðtali á Stöð 2 fyrir stundu. Hún er augljóslega mikið veik og er ekki í standi til að taka erfiðar ákvarðanir um stjórnmál. Hugur hennar á að vera um að ná heilsu og komast aftur á fætur. Mér finnst það mjög dapurlegt að hún fái ekki frið til að ná áttum í veikindum sínum og þurfi að setja önnur mál ofar á dagskrá.

Vandi Samfylkingarinnar er þó sá að enginn staðgengill, trúverðugur altént, er til staðar og því þarf Ingibjörg Sólrún af sjúkrabeði fárveik að gegna skyldum sínum enn. Mér finnst þetta sorglegt og finnst leitt að hún fái ekkert svigrúm fyrir sjálfa sig, þegar þess er þörf.

mbl.is Ingibjörg vill kosningar í vor
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir árnaðaróskir til Ingibjargar Sólrúnar um skjótan og fullan bata í hennar erfiðu veikindum.

En hvernig var það ég hélt nú að Samfylkingin væri lýðræðislegur samræðu- stjórnmálaflokkur þar sem maður kæmi alltaf í manns stað og hlypi skarðið ef einhver forfallaðist, af því að þarna væru málefnin svo skýr.

Nú segist enginn geta sagt neitt eða gert neitt að því " að þeir séu bara að bíða og séu þar að auki bara óbreyttir starfsmenn á plani"

Þetta lið er eins og höfuðlus her þegar einræðisforingjanum "allt umsjáandi og alvitra" nýtur ekki við.

Ja er það furða að illa gangi að stjórna landinu, ég segi nú ekki annað !

Skilja þeir ekki að fólkið í flokknum á löglegum og fjölmennum fundum vill án tafar slíta þessu stjórnarsamstarfi og síðan boða til kosninga í vor, auðvitað í sem mestu samráði við alla hina stjórnmálaflokkana.

Nei foringinn vill ekki hlusta á það að slíta þessu stjórnarsamstarfi þó svo fólkið í flokknum hennar álykti nær samhljóða um það.

Getur verið að þetta fólk að þau séu kanski alls ekkert "fólkið".

Eða alla vegana alls ekki rétta fólkið ! 

Alveg eins og fjölmennir hópar mótmælenda meiga alls ekki telja sig til sjálfrar þjóðarinnar.

Er ekki komið alveg meira en nóg !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:23

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það vita það allir að isg stýrir sf og það er líka því miður fyrir sf að það er enginn til í sf sem getur tekið við henni - þeim sárvantar leiðtoga ef isg verður að stíga til hliðar

það væri gríðarlega óábyrgt af sf að leiða vg inn í ríksstjórn

Óðinn Þórisson, 22.1.2009 kl. 19:31

3 identicon

Einmitt það sem var sagt um Birnu bankastýru og hennar veikindi og þú væntanlega líka.

haffi (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Þetta er að sjálfsögðu til skammar fyrir alla þá þingmenn Samfylkingarinnar sem nýta sér veikindi hennar til að gera uppreisn og venda skútunni undir þessum kringumstæðum. 

Þó að ég hafi aldrei haft mikið álit á henni sem stjórnmálamanni (konu) þá á hún hug minn allan í veikindum sínum og ég óska henni góðs bata og vona að hún nái sér fljótt.

Sigurður Sigurðsson, 22.1.2009 kl. 20:31

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Mér finnst það hreint skelfilegt að ISG flokksformaður sem stríðir við svo alvarleg veikindi að óvíst er jafnvel um líf hennar, skuli ekki getið tekið sér sjúkraleyfi.  Að enginn meðflokksmaður skuli geta tekið upp hanskann og gert henni það kleift.

Hver er þessi Samfylking eiginlega?

Kolbrún Hilmars, 22.1.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband