Hreinsun í Fjármálaeftirliti - efinn um Seðlabanka

Ég tel að það sé farsæl ákvörðun að láta yfirstjórn Fjármálaeftirlitsins fara. Jónas Fr. fær samt enn rúman mánuð til verka. Farsælla hefði verið að láta hann hætta um mánaðarmót. Yfirmönnum í FME varð á mikil mistök í bankahruninu og eftirmálum þess - hafa ekki notið trausts að undanförnu. FME sem megineftirlitsaðili stóð sig ekki nógu vel. Hvort um sé að kenna ekki nógu fjármagni eða of miklum starfsmannabreytingum má deila.

Þessi meginstoð stóðst altént ekki þegar á reyndi. Svo fer sem fer. Þessar ákvarðanir hefði mátt taka fyrir nokkru, en þeim ber samt sem áður að fagna. Ég er reyndar hissa á hversu pólitísk ábyrgð dagsins fer illa í sumu. Þegar pólitísk ábyrgð er virkjuð halda sumir áfram að nöldra og láta eins og hún sé afleit. Stundum er umræðan óskiljanleg.

Efasemdin er nú um Seðlabankann. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins verða að meta næstu skref vel og taka sínar ákvarðanir. Ég tel að ákvörðun um áframhaldandi stjórnarsamstarf verði um hvort kenna eigi forystu bankans um það sem aflaga fór eða verja hana. Ekki er nokkur spurning um að fyrr en síðar mun þar fara fram uppstokkun.


mbl.is Jónas hættir 1. mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Evert S

Björgvin væri ekki búin að segja af sér ef til stæði að kjósa eftir 2 ár, þetta er ekki að axla ábyrgð heldur lífróður til að bjarga eigin skinni.

Það var ekki fyrr en búið var að ákveða að kjósa sem hann fer frá það segir mér að hann sé ekki að axla ábyrgð, vegna þess að hann beri ábyrgð heldur bara til að sýnast.

Evert S, 25.1.2009 kl. 16:39

2 identicon

Kannski vantaði fjármagn.  Kannski voru þeir fjársveltir eins og lögreglan og önnur embætti.  Og ekki við miklu að búast af fjársveltu embætti.  Samt óhjákvæmilegt að þeir víkju.

EE (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 16:52

3 identicon

Ég er sammála ykkur Stefán Friðrik og Stefán J. ásamt því að auðvitað hefði
átt að hreina út úr Fjármálaeftirlitinu og Seðlabankanum strax eftir hrunið og borga ENGA starfslokasamninga. Þessir aðilar hafa sýnt það að þeir eru ekki
starfi sínu vaxnir miðað við þau laun sem þeir eru greidd úr sameiginlegum
sjóðum samfélagsins. Ekki fær hinn almenni launamaður starfslokasamning
þegar honum er sagt upp störfum þegar hann gerir mistök í sínu starfi eða
þarf fyrirtækin þurfa að draga saman vegna ytri aðstæðna. Auðvitað á eitt
yfir alla að ganga, hvort sem fólk gengur um í fínum jakkafötum og drögtum
eða þá í vinnufötum eins og hinn almenni verkamaður.

Þið hafið vonandi tekið eftir því að Jón Bjarnason þingmaður hefur ekki sagt stigðaryrði um FME þar sem sonur hans er fráfarandi forstjóri.

Guðmundur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Evert S

Engir starfslokasamningar á ferð heldur var hann með ákvæði um 12 mán uppsagnarfrest í sínum samningi og fékk hann borgaðan en þarf ekki að vinna út 12 mán. sama og gerist með okkur hin ef okkur er sagt upp  þá þarf að gera upp uppsagnarfrestinn ef við þurfum að hætta strax. munurin er samt 1-3 mán hjá almennum starfsmönnum en forstjóri fjármálaeftirlitsisn var með 12 mán

Evert S, 27.1.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband