Ágúst Ólafur hættir í pólitík - grafið undan honum

Ég er ekki hissa á því að Ágúst Ólafur Ágústsson hafi ákveðið að hætta í stjórnmálum, enda hefur svo markvisst verið grafið undan pólitískri stöðu hans æ ofan í æ innan Samfylkingarinnar. Maður sem er varaformaður stjórnarflokks en hefur ekki stuðning til að verða ráðherra innan ríkisstjórnar og er svo lofað þingflokksformennsku sem sárabót en líka svikinn um það er augljóslega í pólitísku tómarúmi og hefur ekkert traust til verka. Hann er auðvitað núlleraður í pólitík.

Merkilegast í yfirlýsingu Ágústs Ólafs í dag, um að hætta sem varaformaður og fara af þingi, er að hann hafi ákveðið um helgina að hætta sem þingmaður og sækjast ekki eftir ráðherrastól. Miðað við þetta er augljóst, sem blasir við öllum, að viðræður Samfylkingar og Sjálfstæðisflokksins á heimili Geirs H. Haarde voru pólitískt sjónarspil eftir að völdin höfðu verið tekin af Ingibjörgu Sólrúnu og hún stóð frammi fyrir stjórnarslitum þegar hún kom frá Svíþjóð.

Ágústi hlýtur að vera létt. Nú verður ekki hægt að grafa meira undan honum, sennilega ómögulegt  sjálfu sér.


mbl.is Ágúst Ólafur hættir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var búið að semja við VG ekki spurning. Hann Ágúst hefur verið þekktur fyrir það að vera ekki orðvar og hefur oft sagt ýmislegt sem ekki hefur farið vel í IGS. Núna sagði hann okku frá því að byrjað vara að raða í ráðuneyti Samfó í VG um helgina, eitthvað sem allir reyndar vita. Svo reynir hann að bjarga sér með að segja í núverandi ríkisstjórn ef til stólauppstokkunar komi. Fíflalegt.

Þórður Möller (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:32

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ŕáðherrastóllinn sem hann er að tala um að hann vildi ekki sækjast eftir er væntanlega stóllinn hans Björgvins sem einmitt sagði af sér um helgina.

Ananrs held ég ekki að neitt sem Geir hefði gefið eftir hefði nægt til að trompa stjórnarslitskröfu Samfylkingarfélagsins í Reykjavík eftir að bæði félagið í Kópavogi og Hafnafirði hafði samþykkt það. Það eru 60-70% af kjósendum Samfylkingarinnar í þessum þremur sveitarfélögum svo þegar þessi flokksfélög tala jafn afgerandi og þau gerðu verður flokksforustan að hlusta eða fara.

Héðinn Björnsson, 27.1.2009 kl. 16:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband