Aumar eftiráskýringar í Samfylkingunni

Eftir því sem meira heyrist af vinnubrögðum Samfylkingarinnar á lokaspretti ríkisstjórnarsamstarfsins því ómerkilegri verða þau og augljóst að leitað var að öllum útgönguleiðum og tylliástæðum til að slíta því. Nú er ljóst að enginn tíu atriða listi var lagður fram og því um að ræða auma eftiráskýringu Samfylkingarinnar til að láta hlut sinn í endalokunum líta betur út en ella. Öllum er ljóst að örlög samstarfsins voru ljós nokkru áður en Ingibjörg Sólrún kom heim frá Stokkhólmi og í raun að reynt var að búa til endalokin með óraunhæfri kröfu um forsætisráðherrastólinn.

Nú er t.d. ljóst að Jóhanna Sigurðardóttir var ekki rædd sem forsætisráðherraefni fyrr en að loknum þingflokksfundi Samfylkingarinnar í hádeginu á mánudag og þá sem útspil þegar sjálfstæðismenn voru að slíta - rætt var um fjögur til sex nöfn áður en hún kom fram, þó hún væri presenteruð sem einhver bjargvættur þingræðisins til að skapa þrýsting á sjálfstæðismenn. Önnur nöfn sem voru nefnd áður voru öll utan þings; t.d. Helga Jónsdóttir, besta vinkona ISG, Þórólfur Árnason, Dagur B. Eggertsson og að sumir segja Jón Sigurðsson.

Heilindin í þessu samstarfi voru löngu farin og segja má að þau einu sem eftir voru síðustu vikur var náið persónulegt samstarf Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar. Það samstarf hélt miklu lengur en stjórnarsamstarfið sjálft.


mbl.is „Ótrúlega ómerkilegt“ af Samfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki hissa.  Gef ekki mikið fyrir heiðarleika formannsins sem mismunaði fólki eftir aldri í Utanríkisráðuneytinu sl. nóvember.  Af því enni fannst sko reynt fólk þar "í eldri kantinum".  Dæmi ekki hina í flokknum.

EE (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 11:10

2 Smámynd: Kristján Logason

Það er merkilegt að þú skulir kvarta undan heilindum Samfylkingar en ekki minnast orði á Sjálfgræðgisflokkinn.

Stefán Það þarf að líta á hlutina frá öllum hliðum núna. Ekki hægri eða vinstri heldur með gagnrýnum gleraugum.

Ef þú gerðir það myndir þú segja að stjórnin var óhæf þar sem hvorugur vildi gera neitt og menn voru ekki sammála um neitt. né starfsaðferðir við að gera ekki neitt.

En ef þú vilt benda hingað og þangað getum við byrjað á stöðuveitingum, fjármálaráðuneytinu, heilbrigðisráðuneytinu,dómsmálaráðuneytinu, Sjávarútvegsráðuneytinu ofl, ofl. 

Það getur verið mönnum hættulegt að kasta boomerangi 

Kristján Logason, 28.1.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Hvernig væri nú að fara að taka saman höndum um nýtt Ísland með okkur hinum.

Líttu á það sem ég hef að segja í þessum tengli.

Þótt maður sé reiður yfir einu og öðru (og oft ekki því sama og aðrir) snýst þetta ekki um að jarða eitt eða annað hugarfar heldur búa í haginn fyrir framtíðina.

Rúnar Þór Þórarinsson, 28.1.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Neddi

Eru eftiráskýringar sjallanna eitthvað betri? Sé ekki betur en að þetta sé tómt væl í þeim.

Neddi, 28.1.2009 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband