Mótmælabylgjan heldur áfram - vinstrið og NATÓ

Ég verð að viðurkenna að ég átti von á að einhver læti myndu verða vegna NATÓ-málfundarins, enda margir orðnir mjög æfðir í mótmælum og sumir fylgja þeim straumi vegna hitans í mótmælabylgjunni. Atlantshafsbandalagið hefur alltaf verið umdeilt hjá sumum vinstrimönnum. Samt sem áður hafa vinstrimenn aldrei bundið enda á aðild Íslands að því, þó þeir hafi komist í lykilstöðu.

Ekki náðist samstaða um það í vinstristjórninni 1978 þegar Framsókn tókst að spila með vinstriflokkana. Nú virðist reyndar Framsókn hafa tekist að spila með vinstriflokkana aftur og varla búið með það. Eflaust er eðlilegt að skiptar skoðanir séu á NATÓ eins og mörgu öðru, samt sem áður hefur það aldrei haft áhrif á aðildina sem slíka.

Róast hefur yfir mótmælabylgjunni. Eitthvað segir mér að það sé fjarri því búið og enn verði haldið áfram, þegar sigurvíma sumra með vinstristjórnina tekur að dvína.

mbl.is Sex voru handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hægristjórnin fékk 100 daga til að sýna í verki að hún væri að takla þann vanda sem var kominn upp. Vinstristjórnin fær kannski 15 ef hún er heppin. Það ætti hinsvegar að duga henni ef hún er starfi sínu vaxin.

Hvað NATÓ varðar að þá eru utanríkismál bara ekki alveg eins mikilvæg hjá flestum þessa dagana. 'It's the economy, stupid!' eins og Clinton sagði við mun minna tilefni :-) 

Héðinn Björnsson, 29.1.2009 kl. 19:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband