Gylfi og Björg taka sæti í ríkisstjórn

Ljóst er nú að Gylfi Magnússon, dósent, verður viðskiptaráðherra og Björg Thorarensen, lagaprófessor, verður dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Ég tel það mjög gott mál. Mikilvægt er að tryggja að þeir utanþingsráðherrar sem taki sæti í ríkisstjórn séu ekki pólitískir fulltrúar heldur sitji á friðarstóli að mínu mati, að því leyti að ekki sé hægt að benda á þá sem framlengingarsnúru á þeim flokkum sem sitja við völd. Þeir verða að hafa trúverðugleika sem fræðimenn.

Vel hefur tekist til með valið. Greinilegt er að það vann gegn Bryndísi Hlöðversdóttur að taka við embætti dómsmálaráðherra sem utanþingsráðherra við þessar aðstæður að hafa lengi setið á þingi og nýlega yfirgefið þann vettvang til að taka að sér önnur verkefni. Ég spáði þessu í gærkvöldi í skrifum hér og er ekki undrandi á því að slík byrði sé ekki talin vænleg fyrir utanþingsráðherra við þessar sögulegu pólitísku aðstæður.

mbl.is Gylfi tók ráðherraboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband