Þingkosningar 25. apríl - áhyggjur Framsóknar

Ljóst er nú orðið að þingkosningar fara fram eftir 85 daga, laugardaginn 25. apríl. Framsókn ræður kjördeginum vegna oddastöðu sinnar. Svo er greinilegt að Framsókn er ekki ánægt með stjórnarsáttmálann og vilja skerpa á honum. Framsókn er að sýna mátt sinn sem lykilafl við stjórnarmyndunina nú á lokastigum vinnuferlisins og taka forystuna, þeir verða ekki auðveldir að neinu leyti og munu minna á sig og sínar áherslur út í eitt.

Ekki er annað hægt en grínast svolítið yfir þeim sem töldu greinilega fyrirfram að Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, yrði auðveldur og væri pólitískt óþroskaður. Með minnihlutastjórnarboði sínu hefur Framsókn og honum tekist að ná oddastöðu og þeir munu hafa líf stjórnarinnar í hendi sér og passa upp á öll mál sem fara í gegn. Þeir hafa leyft vinstriflokkunum að semja stjórnarsáttmála en krukka nú í honum eftir á.

Vinnubrögð Framsóknar eru ekkert annað en pólitísk snilld par excellance. Þeir verða við stjórnvölinn í nýju stjórninni án þess þó að vera í henni.

mbl.is Ríkisstjórnin kynnt í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvaða stjórnmálaflokkur setti Gylfa í stjórn Glitnis og í stjórn samkeppniseftirlits. 

Valbjörn (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband