Vinstriflokkarnir í gíslingu - pínleg niðurlæging

Greinilegt er að Framsóknarflokkurinn hefur tekið vinstriflokkana í gíslingu og múrað þá algjörlega inni. Þeir verða nú að sætta sig við það sem þaðan kemur. Niðurlægingin var algjör fyrir Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrím J. Sigfússon í þinginu eftir hádegið þegar þau urðu að bakka með allar fyrri tímasetningar (framhjá Framsókn) og brjóta odd af oflæti sínu og bíta í hið súra.

Ég tek ofan fyrir Sigmundi Davíð. Hann er að brillera í sínu fyrsta pólitíska prófi.

mbl.is Telur forsendur fyrir stjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleraugu þín eru svo blá að þú virðist ekki sjá úr augunum út. Það sem eftir þannan dag situr er sú staðreynd að Framsókn ætlar að reynast dragbítur í þessu nýja samstarfi. Vilja eiga heiðurinn að bestu bitunum en alls ekki taka ábyrgð á þeim, ef þetta skyldi nú misfarast.

Klaufalegt af Framsókn að láta bíða svona eftir sér.

Baldur G. (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 21:25

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Ekki get ég tekið ofan fyrir Sigmundi D. því hann gaf þeim undir fótinn með stjórnarmyndunina og gerði þeim unnt að kljúfa fyrra samstarf

Heimir Lárusson Fjeldsted, 30.1.2009 kl. 21:26

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað er þetta plott hjá Framsókn. Þeir eru að styðja samstarfið á sínum forsendum, ekki annarra. Vinstriflokkarnir héldu að Framsókn yrði ódýr.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.1.2009 kl. 21:28

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er illt ef formaðurinn ungi er að leika sér að vinstri forystunni eins og köttur leikur við mús. Forsætisráðherra lýðveldisins hefur tekið sig upp, tæmt skrifstofu sína og heldur senn af landi brott til að gangast undir læknisaðgerð. Við þurfum á starfsstjórn að halda fram að kosningum og nú er enginn tími til að stunda pólitískan línudans.

Flosi Kristjánsson, 30.1.2009 kl. 21:29

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Framsókn hefur aldrei verið ódýr. Þeir fengu forsætisráðherrann með mun minni þingflokk fyrir ekki mörgum árum eftir boð um vinstristjórn og léku línudans, höfðu helming af ráðherrum og mikil völd og áhrif. Þeir ætla að spila með oddastöðuna alveg í botn.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.1.2009 kl. 21:31

6 Smámynd: Halldór Jónasson

Mér finnst nú mikilvægara að hafa virka stjórn heldur en að einhver framsóknarmaður sé að brillera... Maður sem sagði að engan tíma mætti missa í að koma með aðgerðir. Með þessum gjörningi er hann að sprengja samkomulagið og mig grunar að Sjálfstæðismenn séu komnir með krumluna í formann Framsóknar. 
Á mánudag grunar mig að hann muni svo heimta helming ráðherrastóla og með því sprengir hann samstarfið í loft upp, því næst stekkur i fangið á sjálfstæðismönnum, og fær allt fyrir ekkert fylgi eins og hefur verið undanfarin ár.  

Þannig að það er ekki verið að hugsa um hag íslendinga, þetta er allt gert til að troða sér í valdastöðu.  

Halldór Jónasson, 30.1.2009 kl. 21:33

7 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Stefán, þetta er ekki bridds. Þarna er maður sem er ekki fulltrúi kjósenda heldur holdgerfingur 449 framsóknaratkvæða á landsþingi að skora ódýrar keilur á kostnað almennings og efnahagslífsins. Er það furða þótt útrásarvíkingarnir hafi náð að koma þjóðinni á vonarvöl undir stjórn Sjálfstæðisflokksins.

Sigurður Ingi Jónsson, 30.1.2009 kl. 22:15

8 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er ekki á hverjum degi sem nýr formaður í stjórnmálaflokki sem kemur beint inn af götunni, lendir í því á fyrsta mánuði í starfi að leiða flokk sem hefur samþykkt að verja minnihlutastjórn falli, við erfiðustu aðstæður sem um getur á Lýðveldistímanum.

Ég er ekki Framsóknar maður, er flokksbundin í Samfylkingunni. Er ekki að verja einn eða neinn, heldur að tala um raunverulegar staðreyndir málsins. Mér finnst hnútukast ekki eiga við nú.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 30.1.2009 kl. 22:33

9 Smámynd: Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir

Ég er farin að halda að Framsókn sé Íslenska mafían eins og hún leggur sig, þetta er eitthvað gruggugt í gangi með þá.

Snjólaug A. Sigurfinnsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:13

10 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stefán, þú hefur oftast verið ærlegur í skrifum (þótt sjálfstæðismaður sért) en nú tekur þú ofan fyrir svona óþverra?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 30.1.2009 kl. 23:24

11 identicon

Þetta er málið og umhugsunarefni fyrir okkur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 00:23

12 identicon

Ég hef talið mig vera á vinstri vængnum í pólítík og fagna því þessari uppstokkun hjá Framsóknarmönnum - ég hef trú á nýja formanninum. Mér fannst hann trúverðugur í fréttum eftir að kreppan skall á - en hvort hann sé XB fram í fingurgóma veit ég ekki. En allavegana þurfti nýtt blóð og uppstokkun fyrir þjóðina. Við verðum bara að fylgjast með hvort hann fölni nokkuð óeðlilega mikið við aukið álag og að pólitíkin sjúgi úr honum hvern dropa. Ég öfunda engan að þurfa standa undir þessum væntingum sem þjóðin krefst - þó að launin séu lalala - því dómstóll landsins er með stækkunarglerið á lofti þessa dagana!

Hanna (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 01:59

13 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Framsókn hefði nú alveg mátt velja sér hentugri tíma í Íslandssögunni til þess að gera sig breiða...

Hildur Helga Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 03:44

14 Smámynd: Óðinn Þórisson

Vinstriflokkarnir voru ekki búnir með heimavinnuna og framsókn sendi þá aftur að reyna að gera betur - flóknarara er þetta ekki.

Annars verður þetta erfitt með eyðslukló sem forsætisráðherra og annan stjórnarflokkinn  rústum.

Óðinn Þórisson, 31.1.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband