Fögur en innantóm fyrirheit - Evrópumálin í salt

Ný ríkisstjórn tekur við völdum með fögur fyrirheit til bjargar heimilum landsins og efnahagsmálunum en mjög innantóm samt sem áður. Lítið er um útlistanir á því hvernig gera eigi hlutina og fara í verkin. Þetta er mjög almennt orðað og yfirgripslítið. Hinsvegar ætlar stjórnin sér að breyta stjórnarskránni mjög á innan við 80 dögum og leggja fram miklar breytingar í þeim efnum, sum mjög mikilvæg og löngu tímabær. Greinilegt er að Evrópumálin eru alveg lögð í salt í þessu samstarfi, eins og við var að búast. VG stöðvar greinilega Evrópuumræðuna.

Skipun ríkisstjórnarinnar vekur vissulega athygli, vegna þess að í öllum flokksstólunum átta eru gamalreyndir stjórnmálamenn og í raun aðeins eitt svokallað ferskt andlit, Katrín Jakobsdóttir, verðandi menntamálaráðherra. Hinir hafa setið á þingi í yfir áratug og aldursforsetarnir, Steingrímur J. Sigfússon, verðandi landbúnaðar- sjávarútvegs- og fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra, hafa setið á þingi í 26 ár og 31 ár - þetta eru starfsaldursforsetar þingsins og ekki beinlínis pólitísk fersk.

Ég er ekki hissa á að Ingibjörg Sólrún sitji ekki í stjórninni. Hún ætlar að stíga til hliðar og láta aðra um óvinsælu verkin og halda opnu að koma síðar. Greinilegt er þó að veikindin hafa gengið mjög nærri henni og í raun alls óvíst hvort hún verði aftur ráðherra. Stóra spurningin nú er hvort hún sækist áfram eftir flokksformennsku og fer á fullt í kosningabaráttuna næstu 80 dagana. Mikla athygli vekur að Ásta Ragnheiður sé valin inn umfram Þórunni í félagsmálin, en Þórunn er látin fara með Björgvini.

Vinstri grænu ráðherrarnir eru ekki ferskir, að Katrínu undanskilinni, og í raun óvíst hvort þeir geti verið táknmynd breytinga og ferskleika þegar þjóðin kallar eftir slíkum þáttaskilum. Utanþingsráðherrarnir eru ekki flokkspólitískt skipaðir. Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðherratíð Björns Bjarnasonar, tekur við af honum og er sett til verka á erfiðum tímum en hún ætti að hafa sterkan trúverðugleika í verkum sínum, enda margreynd eftir störf í ráðuneytinu.

Gylfi Magnússon, formaður stjórnar Samkeppniseftirlitsins, fyrrverandi stjórnarformaður Kauphallar Íslands og lærifaðir hagfræðimenntaðra undanfarin ár, er valinn sem viðskiptaráðherra. Hann fær ekki marga hveitibrauðsdaga í sínum verkum og mun frekar fljótlega reyna á hann. Samt sem áður vekur athygli að maður með hans aðkomu einkum í Samkeppniseftirlitinu sé settur til verka sem ferskt andlit.

Ný ríkisstjórn á mjög erfitt verkefni framundan og miðað við almennt orðað veganestið er óþarfi að búast við kraftaverkum. Þessi pólitíski svanasöngur Jóhönnu verður væntanlega ekki langur, enda verkefnið bundið í 80 daga, en það mun reyna á alla sem fara í verkin með henni. Hveitibrauðsdagarnir verða ekki margir og mun fljótt reyna á hvort hún sé ekta eða feik.

Svo reynir fljótt á hvað Framsókn muni styðja og hvað ekki á næstu dögum. Þeir heita stjórninni vörn fyrir vantrausti en hafa að öðru leyti frítt spil og geta stoppað öll mál hennar í þinginu og valdið henni miklum skaða með því að fylgja ekki vinstriöflunum. Völdin verða í raun hjá Framsókn, sem er eins og korktappi og nær alltaf að rétta sig við.


mbl.is Slá skjaldborg um heimilin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Horfðu á ástandið á Íslandi í dag og veltu því fyrir þér - hlutlaust - hversu gáfulegt er að halda áfram stuðningi við sjálfstæðisflokkinn þegar algjört efnahagshrun er uppskeran á þeim bænum.

Ég bara skil ekki fólk sem leggur blessun sína yfir ástandið með því að halda áfram stuðningi við sjallana.  Þeirra stefna er og hefur verið afleit og einungis til þess fallin að hygla fáum útvöldum á kostnað samborgarana.

Anna Einarsdóttir, 1.2.2009 kl. 17:13

2 Smámynd: Kristján Logason

Vinstri grænu ráðherrarnir eru kanski ekki tákn ferskleika en þeir eru holdgerfingar ráðdeildar og þeir sem helst hafa varð við þí sem nú er á okkur skollið.

 Það var kallað að vera neikvæðir en hefur nú komið í ljós að þeir voru raunhæfir svo ekki sé meira sagt. 

Kristján Logason, 1.2.2009 kl. 17:20

3 identicon

Einnig mjög góð hugmynd að fólk sem á í miklum greiðsluerfiðleikum geti nálgast óaðfararhæfan séreignarsparnað sinn til þess að greiða væntanlega sokkinn kostnað.

Þeir sem verst standa verða væntanlega gjaldþrota eftir 4 mánuði í staðinn fyrir 2 og sitja uppi með engan séreignarsjóð?

Magnús Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 17:20

4 identicon

Mig langar bara til að benda á orð Gunnars Tómassonar í dag.

http://www.vb.is/frett/1/52282/hagfraedingar-aldir-upp-a-tomu-bulli

Kanski að Sjálfstæðismenn ættu að tala við þennann mann og biðja hann um að fara í endurmenntun. Mér finnst að ótrúlegt að þessi þjóð skuli enn kjósa að verja hið óverjandi, verja spillingu Flokksins sem er til komin vegna tiltölulega óskoraðs valds yfir þjóðinni. Tilkomið vegna skorts á aðhaldi.

Mér finnst alltaf merkilegt að hlusta á Flokksmeðlimi sem tala um að ráðherraræðið sé of mikið og að þingið fái aldrei að njóta vafans, þetta sama fólk kom núverandi kerfi á, hvernig á að vera hægt að taka það trúanlegt þegar það síðan snýst 180° í afstöðu sinni til þingsins, meira að segja gömlu ráðherrarnir voru farnir að kvarta. Svona fólk á ekki að kjósa.

jónas (IP-tala skráð) 1.2.2009 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband