Erlendur áhugi á pólitísku tómarúmi á Íslandi

Ég hef aldrei fundið fyrir eins miklum áhuga á íslenskum stjórnmálum og nú meðal erlendra vina minna á msn, facebook og myspace. Margir þeirra spyrja um stöðuna og hver framtíðin sé í vinstravorinu undir leiðsögn pólitísku aldursforsetanna Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Margir þeirra hafa áttað sig á því að Jóhanna verður fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum og sumir vilja vita hvað forseti Íslands meini með útspilum sínum.

Þetta fólk veit meira um íslensk stjórnmál fyrir vikið og greinilega mikið fjallað um okkur í erlendu pressunni. Kannski ekki skrýtið eftir öll okkar vandamál og krísur en smásjá heimsins sé á hinu mikla hruni hér og botnlausum vandræðum. Miklu skiptir að passa upp á næstu skref og því er mikilvægt að vel takist til og réttar ákvarðanir verði teknar og reynt að passa sérstaklega upp á þau úrræði sem höfðu verið tryggð af fráfarandi ríkisstjórn.

Merkilegast af öllu er að aðalfréttin í öllum erlendu fréttamiðlunum er sú að samkynhneigður forsætisráðherra hefur tekið við völdum á Íslandi. Sama hvert ég fór í gær var þetta fyrirsögnin, í rúma tólf tíma var þetta ein aðalfréttin t.d. á BBC og CNN. Þetta er helsta stórfréttin við að hún taki við, að hún sé fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum, svo vitað sé. Þetta er í öllum fjölmiðlum og stóra fyrirsögnin um hana.

En það er skrýtið að finna þennan erlenda áhuga og allt í einu sé spurt að utan sérstaklega um vendingar í íslenskri pólitík. Tilefnið mætti þó vera gleðilegra og aðstæðurnar talsvert betri en það sem við horfumst í augu við, svo mikið er víst.

mbl.is Stjórnarskiptin vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband