Lifað í draumaheimi á Bessastöðum

Ekki finnst mér yfirlýsingar Dorrit Moussaieff, forsetafrúar, gefa til kynna að hún sé vel jarðtengd og í samskiptum við þjóðina. Talið um að Ísland geti verið svala útgáfan af Dubai eftir hrunið finnst mér hálf veruleikafirrt og undarleg. Ég ætla að vona að lifandi stjórnarskráin á Bessastöðum hafi ekki blaðrað þessa frasa ofan í konuna sína. Þetta hljómar ekki beint það sem við þurfum á að halda núna. Mér finnst því miður forsetahjónin lifa í einhverjum draumaheimi á Bessastöðum. Nær væri að tala til þjóðarinnar af visku og kærleika en ekki yfirlæti í gegnum erlenda fjölmiðla.

Ólafur Ragnar og Dorrit eru vissulega að reyna að fóta sig aftur í breyttum aðstæðum. Þau voru mest áberandi sendiherrahjón útrásarinnar, allt að því sameiningartákn hennar, og eru komin í aðrar aðstæður og reyna að ná til þjóðarinnar aftur. Eins virðingarvert og þetta telst er hróplega áberandi hvað aðstæður hafa breyst á Bessastöðum. Vel sést á öllum aðstæðum að þetta er síðasta kjörtímabil Ólafs Ragnars Grímssonar á Bessastöðum. Hann er að reyna að reyna að verja arfleifð sína með misjöfnum árangri. 

Ef hann missir tiltrú þjóðarinnar eftir að hafa veðjað á ranga hesta í útrásinni verður hann ávallt tengdur henni og talinn einn misheppnaðasti boðberi hennar, hvað svo sem annað gott hann hefur mögulega gert. Fjölmiðlamenn hafa tekið viðtöl við forsetann og allir spyrja um útrásina, enda var forsetinn svo framarlega við að tala fyrir henni.

Ekki er bæði sleppt og haldið - ekki er bæði hægt að upphefja eitthvað og tala það svo niður. Þetts sést á forsetanum sem gleymdi rótum sínum og karakter í útrásinni og blindaðist af tímabundinni velgengni, varð einn af þotuliðinu. Væntanlega ræðst það á næstunni hvort forsetans verði frekar minnst sem sameiningartákns útrásarinnar og auðmannanna eða almennings í þessu landi.

mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Góð grein hjá þér Stefán,

Nú bíð ég bara eftir því að mótmælendur fjölmenni til Bessastaða og kasti Bónuseggjum í forsetabústaðinn.  Þessi mótmæli hljóta að snúast um meira en bara Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn  ???

Annars eru þeir alls ekki samkvæmir sjálfum sér.

Sigurður Sigurðsson, 2.2.2009 kl. 14:22

2 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mér finnst að  við stjórnarskrárbreytinguna sem nauðsynleg er verði stigið það óhjákvæmilega skref að leggja forsetaembættið niður.

Við þurfum ekki að apa "konungdæmi" eftir öðrum þjóðum.

Núverandi forseti hefur afbakað embættið og smáð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 2.2.2009 kl. 14:28

3 identicon

Það eina sem þjóðin þarf að losna við er bókstafstrúar (xD) fólk eins og margir í þínum trúarflokki eru,það er alveg sama hvað flokkurinn gerir það var flokkurinn ásamt framsókn sem bjó til þessa svokölluðu útrásarvíkinga með þjófnaði á sameign þjóðarinnar.Það er eins gott að þú og þínir líkir hafið 4 kinnar til að bjóða til að láta berja á.

Kv Siggi 

Siggi (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 15:04

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Við skulum bara öll líta okkur nær,einnig þeir sem stjórnuðu þessu landi þar er okkar flokkur ekki undanskilin/ekki bara kenna Forsetanum okkar um,við verðum bar að vera sanngjörn/ Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2009 kl. 17:38

5 identicon

Þetta eru frábærar hugmyndir hjá henni. Það var og er ekkert að útrásinni. Þrátt fyrir að bankarnir 3 hafi farið á hausinn, þá erum við ennþá að gera marga mjög góða hluti. T.d. Össur, Marel o.fl. Útrásin er nákvæmlega það sem við þurfum núna. Núna vantar okkur pening til að borga það sem við skuldum, og þeir peningar koma ekki nema með útrás!

Bragi Þór (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 18:31

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já ...góð grein...en hún Dorrit er krútt!!!  Verst að ef maður mótmælir Ólafi (sem liggur beit við) þá fer hún líka!

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 2.2.2009 kl. 19:18

7 Smámynd: halkatla

borgar sig samt ekki stundum að gleyma sér í ævintýrum? annars er þetta náttúrulega bara eitthvað gaspur útí bláinn sem enginn man eftir á morgun.

halkatla, 2.2.2009 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband