Hversu margir munu stinga af til Tortola?

Fyrir nokkrum mánuðum vildi Jón Ásgeir Jóhannesson ekki kannast við eyjuna Tortola í Silfursviðtali við Egil Helgason. Nú er ljóst að helstu auðmenn landsins og aðilar tengdir þeim hafa skotið fé undan til þessarar eyju. Ekki þarf rannsókn til að sjá þetta þegar fleiri hundruð félög hafa verið stofnuð þar af Íslendingum gagngert til að geyma fé. Þetta þarf að kanna og flétta hulunni ofan af öllu dæminu.

Þeir tímar eiga að vera liðnir að þjóðin láti bjóða sér hálfkveðnar vísur og snúning í lygahringekjunni hjá þessum mönnum. Staðreyndir tala sínu máli nú þegar og í raun ljóst að þarna hefur óeðlilega verið staðið að málum og þjóðin verið höfð að fífli með ómerkilegum útúrsnúningum líkt og fyrrnefndu Silfursviðtali.

Stóra spurningin nú er hvort þessir menn muni hjálpa þjóðinni á þessum örlagatímum eða stinga af til Tortola með allan sinn auð endanlega. Velji þeir seinni kostinn verða þeir landflótta ræflar sem missa endanlega allan trúverðugleika hér heima. Þá verður Tortola þeirra föðurland.

mbl.is Skattaskjólin misnotuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

ef þeir hafa stolið frá mér þá meiga þeir éta það sem úti frýs - vil ekki og þarf ekki neitt frá svoleiðis fólki

Jón Snæbjörnsson, 14.2.2009 kl. 22:36

2 identicon

þetta gétur þú séð en beinir alltaf blinda auganu að þeim sem gérðu þeim þetta kleift með lagasetningum og eftirliti

Tryggvi (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Blinda auganu hvað? Hef ég ekki verið að kalla eftir því að þeir forystumenn sem leiddu okkur út af sporinu víki og það verði endurnýjun í íslenskum stjórnmálum? Þetta er mjög einfalt mál. En menn eiga þá ekki að beina sjónum að einum flokki. Samfylkingin, sem enn er við völd með sama fólkinu á stólunum og í formennskunni, ber engu minni ábyrgð. Lágmarkskrafa er að þeir sem voru við stýrið víki.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.2.2009 kl. 22:48

4 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Þetta er bara algjör viðbjóður, og sýnir bara hverslags skítapakk þetta er, ok þau vilja ekki borga skatt, ég held að ég sé að fá æluna upp í háls af þessu ógéðslega pakki, eru enginn lög á þetta skítapakk.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 14.2.2009 kl. 23:45

5 Smámynd: Þórbergur Torfason

Stefán! Það hefur löngu komið fram að hrapið var hafið fyrir stjórnarskiptin 2007. Þú verður að taka þér tak kallinn minn. EES reglugerðarfarganið var til komið áður en Samfylkingin fæddist. Kratarnir stóðu keikir í stafni og létu þýða og staðfæra hverja reglugerðina á fætur annarri. Nú skýla íslensk stjórnvöld á bak við þessar sömu reglugerðir sem hófu innreið sína hér í tíð þeirra róðragarpa úr Viðey Davíðs og Jóns Baldvins. Samfylkingin sem slík er alveg stikkfrí nema þeir þvældust mikið fyrir eftir hrunið og hafa líklega orðið þess valdandi ásamt íhaldinu að einhver gögn eru glötuð.

Þórbergur Torfason, 15.2.2009 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband