Verður Björn Jörundur rekinn úr Idolinu?

Enginn vafi leikur á því að atburðarás dagsins í fíkniefnamálinu í dag er áfall fyrir Stöð 2 og Björn Jörund Friðbjörnsson. Varla er hægt að sjá nokkra atburðarás þess efnis að hann haldi áfram sem dómari í vinsælum sjónvarpsþætti og verði kynntur til leiks á þeim vettvangi á næstu vikum eftir slíkan skell. Varla þarf sérfræðing til að sjá að hann talar um fíkniefnaviðskipti, enda hefur sjálfur Bubbi Morthens, sem valdi Björn Jörund sem dómari í þáttinn sinn á síðasta ári, talað hreint út um hvað Björn Jörundur meinti.

Stöð 2 hlýtur að hugsa um ímynd sína og trúverðugleika þáttarins þegar þeir hugleiða næstu skref í þessu leiðindamáli.

mbl.is Bíður yfirlýsinga frá Idol-dómara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Raggi

Átti ekki Bubbi líka í viðskiptum við sölumenn fíkniefna á sínum tíma? Og gott ef ekki að hann hafi einnig setið inni fyrir slíka háttsemi. Ef það er ár síðan Björn var í neyslu þá get ég alveg trúað honum fyrir því að hafa snúið baki við slíkan ólifnað. Þangað til annað kemur í ljós.

 Ég tel þetta ekki áfall fyrir Stöð 2. Þvert á móti á Björn Jörundur eftir að slá í gegn í þessum þáttum. Hann ber af öllum þessum dómurum sem hafa komið við sögu í þessum þáttum hingað til og gefur þættinum betra líf og þá sér í lagi góðan húmor. Ég skora á Pálma að styðja við bakið á Birni, þ.e.a.s. ef Björn hefur snúið baki við neyslu fíkniefna.

Raggi, 18.2.2009 kl. 20:45

2 identicon

Jæja ok! aðeins að róa sig aðeins bara! Það að nota eiturlyf er ekki gott mál. Enn Það er jú hans mál hvernig hann fer með heilsu sína. Ekki þitt mál eða mitt. Enn þetta er engin fyrirmynd og það er svo annað mál.

óli (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 21:08

3 identicon

Er sammála þeim að ofan. Hins vegar fannst mér Bubbi hreinlega láta plata sig í að gaspra um þetta fyrirfram. Dæmdi hann og fannst sjálfum eðlilegt að Björn þyrfti að víkja úr starfinu. Ég spyr hvort það sé munur á því hvort þú keyptir dóp árið 2008 og árið...sem Bubbi keypti dóp síðast? Ég hreinlega fékk á tilfinninguna að Bubba langaði í djobbið sitt aftur sem dómari í Idol.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband