Eitrað fyrir Árna Johnsen

Mjög alvarlegt er að grunur sé um að eitrað hafi verið fyrir Árna Johnsen, alþingismanni, án þess að hafi orðið lögreglumál. Slíkt þarf að fara rétta leið í rannsóknarferli og undarlegt að slíkt hafi í raun ekki verið gert. Þó fólk sé ósammála Árna Johnsen um einhverja hluti í pólitísku starfi eða hvað varðar fortíð hans er þetta hreint manndrápstilraun ef rétt reynist og undarlegt að það hafi ekki orðið opinbert fyrr.


mbl.is DV: Eitrað fyrir Árna Johnsen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Með eitrað geð og göngumóður,

gaman tók að kárna.

Dæmalaust var drottinn góður

að dítoxa hann Árna.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 20.2.2009 kl. 17:43

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

maður efast um svona ...en þó...þegar stríðið á Balkan var 1991 fékk ég "undarlegar símhringingar"?...en ekkert meir?

Árni hefur greinilega vakið upp sterlkari tilfinningar?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.2.2009 kl. 18:09

3 identicon

Þetta hefur ekki farið í rannsókn , vegna þess að þetta er bara í hausnum á Árna Johnsen. 

Ég fæ pínu kjánahroll þegar ég les svona ofurdramatíska grein .  En þú sýnir Árna Johnsen fullkomið traust .  Ekki er hægt að rengja það.

Í 1. lagi er hann ekkert það merkilegur maður að einhver nenni að standa í því að eitra fyrir honum.

Í 2. lagi er bólga á höndunum ekki það sama og að það hafi verið eitrað fyrir manni.

Í 3 lagi vantar algjörlega ástæðuna.  Bykomálið og þjóðleikhúsmálið er ekki nóg til að einhver fari að standa í svona.  Það eru miklu "merkilegri" menn sem hægt er að eitra fyrir.  Sér í lagi eftir hrunið.

Í 4. lagi vantar sönnun að það hafi verið eitrað fyrir honum.  Hvernig eitur?

Í 5. lagi þá er maðurinn að taka inn fæðubótaefni á sama tíma og bólgurnar byrja.  Undarleg tilviljun....held ekki.

 Ég er búinn að vera með sting í bakinu þessa vikuna.  Ætli einhver hafi eitrað fyrir mér . 

Hvernig dettur manninum í hug að setja svona bull fram?  

Jonas (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 19:04

4 Smámynd: TARA

Var einmitt að hugsa þetta sama...

TARA, 20.2.2009 kl. 20:18

5 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

*andvarp* þessi "eitrun" hans Árna eru þekkt ofnæmisviðbrögð við vissum efnum í fæðubótaefnum...

Davíð S. Sigurðsson, 20.2.2009 kl. 22:01

6 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Stefán, kommonn!

Flestu fullorðnu fólki er kunnugt um það beina og einfalda samband sem er á milli ofneyslu og neikvæðra afleiðinga.

Sá sem borðar allt of mikinn mat verður feitur. Sá sem drekkur allt of mikið áfengi verður fullur. Maður hefur oft heyrt hjákátlega skýringar á offitu, en þessi toppar allt!

Það sem hér er á ferðinni, gæti hins vegar verið ódýr auglýsing á afeitrunarmeðferðinni sem þeir félagar Árni, Geir á Goldfinger og Gunnar í Krossinum fóru í.

Flosi Kristjánsson, 20.2.2009 kl. 22:09

7 identicon

Æ ég veit það ekki, fréttin er slegin upp á forsíðu í DV. Lyktar af paranoju. Ef þetta væri alvarlegt hefði Árni gert eins og þú bendir á, farið til lögreglu. Er hann ekki í framboði eins og fleiri. Öll athygli vel þeginn á tímum sem þessum. Árni Johnsen á þó held ég ekkert aukalega inni á reikningnum sínum gagnvart almennum kjósendum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:15

8 identicon

Truir einhver þessu i alvöru?

Það er mikið liklegra að hann hafi ekki þolað einhver innihaldsefni i þessari vöru en að hafi verið eitrað fyrir honum - hverhefði att að gera það?

Kolla (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 23:58

9 identicon

Þykir mér líklegra að hann hafi fengið ofnæmisviðbrögð við fæðubótarefninu sem hann var að neyta

Ari (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 00:14

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

http://www.medicalnewstoday.com/articles/37731.php

Svona sem jarðbundnara gæmi. Píslarvættið klæðir honum sennilega betur að eigin dómi. Það þarf ekki annað en að googla: "Dangerous side effects supplements" til að finna svar við þessu. Einnig nokkuð víst að Árni hafi sýnt hóf í þessu frekar en öðru.

Jón Steinar Ragnarsson, 21.2.2009 kl. 01:38

11 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er nú farinn að halda að þú sért einfaldari en ég hélt Stebbi. Að trúa þessu bulli Johnsen, come on. Þetta eru bara greinileg merki um óþol við einhverjum innihaldsefnum í þessum fæðubótarefnum eins og flestir hér hafa bent á. Ef þetta væri manndrápstilraun ætti auðvitað að rannsaka hana sem slíka. En ég held að eitthvað hafi gefið sig endanlega í toppstykkinu á Eyjamanninum eins og þetta gat nú verið skemmtilegur og duglegur náungi. En allir eiga sinn tíma og eiga að virða sinn vitjunartíma og hans tími að draga sig í hlé af þingi er kominn og þó fyrr hefði verið. Ég trúi ekki að við kjósendur í Suðurkjördæmi séum tilbúnir að veita honum brautargengi eina ferðina enn.

Gísli Sigurðsson, 22.2.2009 kl. 12:58

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hver segir að ég trúi Árna Johnsen? Ég er bara að velta fyrir mér hvers vegna hann kærir ekki þessa meintu líflátstilraun á sér frekar en fara í eitthvað glansviðtal um það. Ég vil svo minna á, hafi einhver gleymt því sem virðist vera hjá einhverjum, að ég fór í fjölmiðla fyrir síðustu þingkosningar og talaði opinberlega gegn því að Árni færi aftur á þing og skrifaði margar greinar um það. Þvílíkt gullfiskaminni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2009 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband