10 í prófkjör sjálfstæðismanna í Norðaustri

Þá er ljóst að tíu hafa gefið kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, fimm konur og fimm karlar. Aðeins tveir þeirra gáfu kost á sér í síðasta prófkjöri í nóvember 2006 svo að ljóst er að mikil endurnýjun verður í forystusveit framboðslistans í þessum kosningum. Mikið af nýju fólki tekur þátt, sumir sem hafa aldrei verið virkir í flokksstarfinu og eflaust er það gott að fá inn nýtt fólk til framboðs og stokka vel upp.

Akureyringurinn Þorvaldur Ingvarsson, lækningaforstjóri FSA og fyrsti varaþingmaður flokksins í kjördæminu, gefur ekki kost á sér. Ég taldi allt þar til fyrir tæpri viku blasa við að hann færi fram aftur og finnst satt best að segja mikill sjónarsviptir af honum, enda grandvar og vandaður maður sem hefur staðið sig vel í sínum verkum. Ég skil samt ástæður þess að hann dregur sig í hlé og virði þá ákvörðun þó ég hefði viljað hann fram.

Þó finnst mér merkilegt á þessum breytingatímum í pólitísku starfi að fleiri gefi ekki kost á sér. Ég hugleiddi aldrei að gefa kost á mér. Ég hef hætt virkri þátttöku í pólitísku starfi og hef valið mér það hlutskipti sjálfur eftir áralanga þátttöku í innra starfi. Ég hafði klárað minn kvóta og það er ekkert sem kallar á mig að fara í slaginn aftur. Ég hef miklu meira gaman af pólitík úr þessu sæti sem ég er í núna og hef verið í að undanförnu.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur fyrsta þingsæti kjördæmisins og mikil tækifæri eru til uppstokkunar með brotthvarfi Ólafar Nordal og Þorvaldar Ingvarssonar úr pólitíska starfinu hér. Því vekur athygli hversu miklu færri fara fram hjá okkur en t.d. hinum flokkunum þremur sem hafa hér rótgróið bakland og trausta stöðu.

En ég fagna því að ný nöfn komi og óska öllum sem taka þátt velfarnaðar og hlakka til að kynnast þeim frambjóðendum sem ég þekki lítið sem ekkert.

mbl.is 10 í prófkjör D-lista í Norðausturkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband