Steingrímur J. í gestgjafahlutverkinu fyrir IMF

Mér fannst ansi skemmtilegt að sjá Steingrím J. Sigfússon, fjármálaráðherra og eitt sinn einn helsta andstæðing Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, bugta sig og beygja fyrir valdi sjóðsins. Hann er nú kominn í gestgjafahlutverkið fyrir fulltrúa sjóðsins hér á Íslandi. Ekki var annað hægt en hlæja þegar Steingrímur sagði flóttalegur á svip í þingumræðum nýlega að það væri nú bara hægt að tala við þessa menn eftir allt saman, þessa vondu menn sem hann vildi ekkert með hafa fyrir aðeins örfáum vikum og vildi segja hreinlega stríð á hendur og slíta öllu samstarfi við þá á þessum örlagatímum þjóðarinnar.

Ja sei sei, ekki var vindhaninn lengi að snúast marga hringi í kringum sjálfan sig og skipta um áttir á einni nóttu, svo geyst að hann vissi ekki lengur hvað sneri í vinstri og hvað í hægri. Ekki þurfti mikið til að hann skipti um skoðun á einni nóttu og færi að lofsyngja IMF og gleyma hinum margtuggða boðskap um ægivald hins illa sem vinstri grænir nefndu IMF og hlutverk þess við breyttar aðstæður þjóðarinnar.

Nei nú skal spila með og gleyma öllu því sem eitt sinn var sagt. Mikið er nú alltaf gaman að sjá vindhanana snúast marga hringi í logninu. Fyndnast af öllu finnst mér að sjá svipinn á þeim sem fóru í mótmælagöngur undir leiðsögn vinstri grænna fyrir nokkrum vikum og töldu að með því væru þeir að berjast gegn Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Þessu fólki hlýtur að líða virkilega illa núna.

mbl.is Góðir fundir með IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Hvernig er það með þig, og reyndar óvenjumarga, hérna á moggablogginu þessa dagana; eru menn með Steingrím J á heilanum, eða hvað ?

Dexter Morgan, 26.2.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Svona svona Stebbi minn. Ekki viljum við vera ókurteis við útlendinganna.

hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 21:47

3 Smámynd: Stefanía

Þetta sýnir bara hræsnina.

Stefanía, 26.2.2009 kl. 21:57

4 identicon

Þetta verður hann að gera, þetta voru nú þínir menn sem komu okkur í þessa stöðu!

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 10:36

5 Smámynd: Oddur Ólafsson

Já Steingrímur stendur sig vel, tók ekki við sérlega glæsilegu búi frá ykkur.

Viljið þið kannski fá Árna Matt aftur í ljósi nýjustu upplýsinga?

Oddur Ólafsson, 27.2.2009 kl. 11:09

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Steingrímur hefur tekið margt og mikið upp í sig á eyðimerkurgöngu sinni.

Nú er gaman sov ekki sé meira sagt að fylgjast með honum taka aöll stóru orðin til baka.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband