Prófkjörsframboð auglýst á stuðningsvef Geirs

Langt er síðan að mér var jafn misboðið og þegar mér barst auglýsing á prófkjörsframbjóðandanum Guðlaugi Þór Þórðarsyni af stuðningsvef Geirs H. Haarde á facebook. Ég gekk í þann félagsskap daginn sem Geir tilkynnti um alvarleg veikindi sín og endalok stjórnmálaferilsins, fyrst og fremst til stuðnings persónunni Geir, sem er mikill heiðursmaður í hvívetna, og til að þakka honum allt hið góða sem hann hefur gert fyrir Sjálfstæðisflokkinn í gegnum árin.

Misnotkun á þessum hóp til auglýsinga fyrir prófkjörsframbjóðanda er of langt gengið. Um leið og ég sá þetta sagði ég mig úr þessum félagsskap og ætla ekki að skrá mig á þennan lista aftur. Þarna gengu stuðningsmenn Geirs H. Haarde og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar of langt að mínu mati - þetta er þeim til háborinnar skammar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Nú þurfa menn að fara varlega sem aldrei fyrr.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 27.2.2009 kl. 18:46

2 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Það var hringt í mig í gær frá kosningaskrifstofu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og óskað eftir stuðningi við hann í komandi prófkjöri.  Ég tjáði þessari ágætu stúlku sem hringdi að ég ætlaði að vinna öllum Sjálfstæðismönnum í landinu heilt og ekki  kjósa neinn af fyrrum ráðherrum flokksins til áframhaldandi trúnaðarstarfa, hvorki í komandi prófkjöri eða á Landsfundi.

Staðan væri bara þannig að það yrði að kalla nýtt fólk til starfa ætlaði Sjálfstæðisflokkurinn sér einhverja hluti í komandi kosningum. Nota á komandi Landsfund til að kveðja núverandi forystufólk. 

Friðrik Hansen Guðmundsson, 27.2.2009 kl. 19:02

3 Smámynd: Benedikta E

Algjörlega sammála þér Stefán Friðrik - Guðlaugur vinnur ekki atkvæði á svona vinnubrögðum.

Benedikta E, 27.2.2009 kl. 19:35

4 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Það held ég að þú yrðir frambærilegur frambjóðandi Friðrik. Ertu eða varstu ekki í forsvari fyrir Grafarvogsíbúasamtökin. Annars er ágætt fyrir pólitíska andstæðinga að þessir sömu séu í framboði aftur. Hlýtur að gefa þeim  meiri séns. Sammála þér Stefán þetta er full langt gegnið. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.2.2009 kl. 19:59

5 identicon

Illugi Gunnarsson talar um mykjudreifara. Er þetta svona í Valhöll?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 21:26

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Mykjudreifararnir eru komnir í Skólabrú Gísli. Afsakaðu talsmátann.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.2.2009 kl. 05:03

7 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Eru ekki allsstaðar mykjudreifarar.  kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 28.2.2009 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband