Er gáfulegt að klára tónlistarhúsið í kreppunni?

Ég er ekki hissa á því þó tónlistarhúsið hiksti í fjárlaganefnd, enda einum of stór biti til að renna í gegn í einu vetfangi. Mikilvægt er að stjórnvöld forgangsraði á þessum erfiðu tímum og hugleiði hvort rétt sé að binda sig þessu verkefni nú. Bygging hússins gat ekki stöðvast á verri tímapunkti en þessum, enda er það eins og svöðusár í miðborg Reykjavíkur.

Að óbreyttu er það reyndar minnisvarði um græðgina og sukkið sem varð íslensku samfélagi svo dýrkeypt, hinu liðnu tíma þegar útrásarvíkingarnir þóttu hálfgerðir guðir hér á Íslandi. Kannski er best að það verði einmitt þannig á næstu árum, minnisvarði um siðleysið á öllum sviðum?

Eðlilegt er að stjórnvöld hugleiði hvað sé mikilvægt og hvað ekki.

mbl.is Tekist á um Tónlistarhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég tel að ef nokkur kostur er, eigi að reyna að gera það fokhelt, til að koma í veg fyrir að þessi gríðarlega fjárfesting skemmist.

Jón Steinar Ragnarsson, 4.3.2009 kl. 04:14

2 Smámynd: Árni B. Steinarsson Norðfjörð

Ég hef gagnrýnt þessa ákvörðun.

Það er samt tvennt sem kann að réttlæta hana. Annars vegar þá kann framkvæmdin og kostnaðurinn við hana að snúast að mestu um launakostnað, eða a.m.k. að verulegu leyti um kostnað við að ráða atvinnulaust fólk.

Önnur réttlæting sem varðar í raun hina, er sú að atvinnulausir byggingaverkamenn og smiðir kunna flestir að þiggja allt að 80 % atvinnuleysisbætur miðað við fyrri laun.

Þetta þýðir að einhver hluti, kannski allt að 40 % kostnaðarins við bygginguna hefði annars farið í atvinnuleysisbætur.

Að vísu greiðir Atvinnuleysistryggingasjóður bæturnar en hann tæmist senn og vandinn yrði þá bara enn meiri sem næmi því ef ríkið hefði ekki farið í þessa framkvæmd.

Það breytir því svo til engu fyrir ríkið þótt Atvinnuleysistryggingasjóður sjái enn um greiðslu atvinnuleysisbóta.

Atvinnuleysi fylgir auk þess annar óbeinn kostnaður, svo sem innlagnir á afeitrunarstöðvar og geðdeildir. Það er t.d. talað um ákveðna prósentu í innlögnum á þessa staði miðað við eins prósenta aukningu atvinnuleysis og sama má segja um aukningu glæpa sem hafa margfaldan fjárhagslegan og tilfinningalegan skaða í för með sér fyrir ríkið,  afbrotamanninn og aðstandendur hans og brotaþola.

Þá getum við a.m.k. gert ráð fyrir að 50 % útgjaldanna til tónlistarhússins skili sér til baka.

Árni B. Steinarsson Norðfjörð, 4.3.2009 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband