Möllerinn heldur velli - Sigmundur Ernir á þing

Ég er ekki undrandi á því að Kristján L. Möller, samgönguráðherra, hafi haldið velli í netprófkjöri Samfylkingarinnar. Fáir eru duglegri eða ósvífnari í atkvæðasmölun en hann, enda frægur fyrir að skrá megnið af Siglfirðingum inn í Samfylkinguna í prófkjörum til þessa. Stóru tíðindin í prófkjörinu eru þó að Sigmundur Ernir vinnur annað sætið og er á leiðinni á þing og Einar Már Sigurðarson, alþingismaður, fékk mikinn skell og náði ekki einu sinni í topp átta!

Einar Már hefur verið mjög ósýnilegur í kjördæminu en verið virkur í nefndastarfi þingsins og fyrirsjáanlegt að hann myndi falla við samkeppni að austan um sætið, en þetta er meira fall en mörgum óraði fyrir. Augljóst var að Kristján Möller tók Einar Má með sér í lest í síðasta prófkjöri Samfylkingarinnar og unnu gegn Láru Stefánsdóttur sem þá sóttist eftir öðru sætinu en tapaði þeim slag.

Miklar kjaftasögur voru um að Kristján hafi tekið Sigmund Erni með sér í lest að þessu sinni og valdi systurdóttur sína, Helenu Þuríði Karlsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar hér á Akureyri, í það þriðja. Logi Már Einarsson, arkitekt, var með metnaðarfullt framboð og ætlaði sér stóra hluti - fór gegn þessari lest og náði í þriðja sætið en fellur í það fjórða vegna kynjakvóta.

Jónína Rós Guðmundsdóttir, framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi á Egilsstöðum, sigraði Helenu í baráttunni um hvor þeirra yrði efsta konan á listanum en Helena náði bara í fimmta sætið og verður því ekki einu sinni varaþingmaður miðað við óbreytta stöðu. Jónína Rós fór í forystuframboð og gerði þar með væntanlega út af við Einar Má, sem var veikur í sessi.

Ég sé að mikið var talað um það í netmiðlum virkra Samfylkingarmanna að jafnvel myndi kona komast upp í annað forystusætanna, þingsæti miðað við óbreytta stöðu. Slíkt hafðist ekki frekar en 2003 og 2007. Fróðlegt verður að sjá hvernig Sigmundi Erni gangi í nýju hlutverki, en hann er auðvitað óskrifað blað í pólitískri baráttu.

mbl.is Kristján Möller efstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Slöpp kosning hjá Kristjáni Möller. Mikið rosalega er þetta slöpp kosning hjá Kristjáni Möller hann er ráðherra og í fyrsta sæti í kjördæmi en fær bara endurkosningu upp á rúmlega 40%. Það verður ekki auðvelt hjá Samfylkingunni að fara í kosningu með hann í forsæti. Eitt er víst að ráðherratíð Kristjáns er senn á enda.

Heida (IP-tala skráð) 7.3.2009 kl. 19:40

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Fín greining hjá þér. :)

Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 21:12

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Kristján Möller framapotarin verður vonandi ekki ráðaherra meira/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.3.2009 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband