Björgvin G. fær endurnýjað umboð í Suðrinu

Samfylkingin heldur áfram að klappa upp ráðherra síðustu ríkisstjórnar og hefur nú endurnýjað umboð Björgvins G. Sigurðssonar, viðskiptaráðherrans sem svaf á verðinum í aðdraganda bankahrunsins og skrifaði lofgreinar um útrásarvíkingana á heimasíðu sína alveg þangað til í ágúst 2008. Greinilegt er á öllu að Samfylkingin ætlar að hampa öllum sínum ráðherrum í gömlu stjórninni á meðan þeir eru flestir að víkja af hinu pólitíska sviði í Sjálfstæðisflokknum.

Allir ráðherrar Samfylkingarinnar í 20 mánaða stjórninni sækjast eftir endurkjöri og munu greinilega hljóta endurnýjað umboð. Sigur Björgvins G. í þessu prófkjöri vekur vissulega mikla athygli, enda sagði hann ekki af sér sem viðskiptaráðherra fyrr en ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var feig og ekki hugað líf og tekin hafði verið ákvörðun um að slíta samstarfinu og horfa til vinstri. Stjórnin féll innan við sólarhring eftir þá afsögn.

Sumir töluðu um að hann hafi axlað ábyrgð, en æ fleiri sjá að hann sagði aðeins af sér til að reyna að heilla kjósendur flokksins og bjarga því sem bjargað varð hjá sér.

mbl.is Afsögnin skipti miklu máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þetta var opið prófkjör. Kjósendur í Suðurkjördæmi kusu svona. Er nokkuð hægt að segja við því?

Svala Jónsdóttir, 7.3.2009 kl. 22:51

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Endurnýjun hjá sf er 0.

Óðinn Þórisson, 7.3.2009 kl. 22:54

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þessi baðst afsökunar og sagði af sér... axlaði pólitíska ábyrgð... kannast þú við orðið 

Það kunna kjósendur að meta...

sumir aðrir í sama kjördæmi sögðu ekki af sér og þorðu svo ekki í prófkjör... hver ætli það hafi nú verið ?

Jón Ingi Cæsarsson, 8.3.2009 kl. 00:27

4 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Ég held svei mér þá að þetta sé eitt mesta reiðarslagið frá bankahruninu - að kalla yfir sig til forsvars sjálfan bankamálaráðherran í hruninu. Hann sat í 3 ma´nuði eftir hrun og var hundskammaður, ásamt öðrum, sagði af sér daginn áður en átti að láta hann fara eða þar um bil, bíður í hvað 7 vikur og vinnur þá prófkjör, reyndar opið, í flokknum sínum. - hneyskli ef að þú spyrð mig. Ég skammaði Róbert Marshall og lfeiri fyrir aðstenda ekki á toppinn (hef nú hann og þessa Oddnýju grunuð um að hafa staðið í léttu prófkjörsbandalagi með Björgvin - einmitt spillingarlykt af þessu) Róbert sagði að hann ætlaði að sækja þessi 60 atkvæði sem að hann ætti inni til að komast á þing - ég sagði þá við hann að ef að Björgvin yrði eftsur þá myndi hann vanta 4060 atkvæði til að komast inn!!!!!  - Spurning hvort að maður hafi rétt fyrir sér.

Svo er íhaldið með prófkjör í suður um næstu helgi og þar er maður farin að heyra fólk tala um að Suðurnesin ætli að mynda blokk til stuðnings sínu fólki - veit ekki hvað er til í því, en annað eins hefur nú gerst. Vonast eftir góðum sigri Ragnheiðar Elínar og vonast til þess að flokkurinn beri gæfu til að veita Árna Johnsen og Kjartani 'Olafs ekki nægt fylgi til að lenda í einu af 5 efstu sætunum - að mínu mati er þeirra tími liðinn.

Gísli Foster Hjartarson, 8.3.2009 kl. 07:58

5 identicon

Ég vildi sjá breytingar. Þess vegna kaus ég ekki Björgvin í tvö efstu sætin. En ég met við hann afsögnina þó svo að hún kæmi allt of seint. Þess vegna setti ég hann í þriðja sætið. Ég er ekki ánægður með listann svona og EF ég kýs xS mun ég færa Björgvin niður í þriðja sætið eins og í prófkjörinu.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 09:32

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Oddný hefði átt að gefa kost á sér í fyrsta sætið að mínu mati. En á hinn bóginn gáfu tvær Samfylkingarkonur kost á sér í fyrsta sætið hér á Norðausturlandi gegn sitjandi ráðherra og höfðu ekki erindi sem erfiði.

Tek undir með Gísla varðandi það að Sjálfstæðismenn á Suðurlandi ættu að ýta Árna Johnsen og Kjartani sem lengst niður listann - helst út af honum, ef þeir hafa eitthvað vit í kollinum.

Svala Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband