Katrín og Svandís í forystu - Kolbrún fær skell

Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir styrkjast í sessi sem framtíðarleiðtogar VG með sigrinum í prófkjöri flokksins í Reykjavík í dag. Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra, fær mikinn skell í prófkjörinu og fellur niður í sjötta sæti, sem er ekki þingsæti miðað við stöðuna í dag. Hefur ekki gerst lengi að sitjandi ráðherra fái annan eins skell. Kemur svosem varla að óvörum, enda hefur hún verið að veikjast í sessi og mældist nýlega óvinsælasti ráðherra ríkisstjórnarinnar.

Þetta kemur í kjölfarið á varnarstöðu hennar gegn álverum og tali gegn atvinnusköpun tengdri stóriðju síðustu dagana þar sem hún reyndi að beita sér gegn stjórnarfrumvarpi. Langt síðan ráðherra hefur beitt sér jafn mikið gegn augljósum meirihlutavilja í þinginu. Þar talaði hún gegn uppbyggingu á Austurlandi og því að horfa til vilja íbúanna í Húsavík og nærsveitum.

Auk þess fær Álfheiður Ingadóttir sinn skell, en hún fellur úr þingsæti miðað við stöðuna í dag. Í staðinn koma Svandís og Lilja Mósesdóttir, sem í raun hlýtur að teljast sigurvegari prófkjörsins, enda ný í pólitísku starfi en hún hefur verið mikið í fréttum eftir efnahagshrunið.

Með þessari niðurstöðu stimplar Svandís sig inn í landsmálin og heldur til verka þar og lætur forystusætið í borgarstjórn eftir á næstu vikum. Væntanlega mun hún ætla sér að ná formannssætinu rétt eins og Katrín, þegar Steingrímur fer af velli.

mbl.is Katrín og Svandís efstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skiljanlega fær Kolbrún Halldórsdóttir skellinn! Held að hún ætti að sjá eftir þessari hugmynd sinni að breyta bleiku og bláu armböndunum á nýburum! Manneskjan getur ekki verið heilbrigð! Og eiginlega ótrúlegt að hún skuli hafa fengið ráðherraembætti í sitjandi ríkisstjórn!

Þröstur Halldórsson (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 01:57

2 identicon

Húrra, loksins eru þær druslur úti, Kolbrún og Álfheiður. Þær mega skammast sín báðar !

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 8.3.2009 kl. 02:39

3 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Þessi úrslit eru viðvörun til VG um, að öfgar í umhverfismálum eru ekki efst í huga kjósenda í næstu kosningum. Þjóðin hefur ekki efni á leiðsögn glórulausra unhverfissinna á næsta kjörtímabili. Spurningin er, hvort öfgasinnar annarra flokka láta sér þessi úrslit að kenningu verða ? Fyrrverandi umhverfisráðherra gæti þurft að leggjast undir feld og hugsa sitt ráð ? Best væri, að hún sýndi ábyrgð og gæfi ekki kost á sér til þingsetu næsta kjörtímabi, en fordæmi félaga hennar af Suðurlandi, vekur ekki miklar væntingar í þá veru.

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 8.3.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband