Kolbrúnu hafnað af vinstri grænum í Reykjavík

Skilaboð vinstri grænna í Reykjavík til Kolbrúnar Halldórsdóttur, umhverfisráðherra, eru mjög skýr. Þeir vilja hana ekki lengur í forystu framboðslista í Reykjavík og ekki heldur að hún verði áfram þingmaður þeirra. Sem sitjandi leiðtogi á öðrum framboðslistanum í kosningunum 2007 og sitjandi ráðherra fær hún skell. Þetta vekur mikla athygli, einkum í kjölfar nýjustu fjölmiðlaframkomu hennar. Mér finnst ekki óvarlegt að álykta að verið sé að hafna túlkun hennar í þeim efnum, allavega forystu hennar þar.

Ég skynja að Kolbrún er mjög reið. Slíkt má lesa milli línanna í orðum hennar. Eðlilegt svosem. Það gerist ekki á hverjum degi að sitjandi ráðherra fái slíka niðurlægingu. Maður hefði frekar skilið það í Samfylkingunni, þar sem fólki varð á og brást á vaktinni á örlagatímum. Þar eru leiðtogarnir hinsvegar kallaðir upp, meira að segja viðskiptaráðherrann sem steinsvaf á vaktinni í stað þess að standa sig.

Þessi úrslit þýða væntanlega að Kolbrún þarf að víkja til hliðar, væntanlega fyrir Ara Matthíassyni þegar listanum verður raðað upp. Er ekki kynjakvótinn annars í fullu gildi?

mbl.is Keik og stolt í sjötta sætinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ransu

Eigum við ekki frekar að segja að flokksmenn í R.vík hafi svarað kalli um endurnýjun, ólíkt því sem var fyrir norðan.

Ransu, 8.3.2009 kl. 16:00

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Mér skilst að það sé ekki regla um fléttulista í prófkjöri VG í Reykjavík, sem þýðir væntanlega að Kolbrún verður í þriðja sætinu. Sem er jákvætt, því að við þurfum á umhverfissinnum að halda á Alþingi.

Svala Jónsdóttir, 8.3.2009 kl. 16:00

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sennilega „geymdist“ Kolbrún í forvalshasarnum. Kolbrún hefur staðið umhverfisvaktina undanfarinn áratug með mjög mikilli prýði. Þá hefur hún verði mikið fyrir að vera réttargæslumaður mannréttinda í þjóðfélagi þar sem ýmsar hættur hafa verið að koma upp á undanförnum árum.

Óskandi er að þeir sem fengu meira fylgi sýni Kolbrúnu skilning og sanngirni með þvi að „þoka“ niður í röðinni.

Við megum ekki við að missa öflugan talsmann mannréttinda og náttúruverndar fyrir borð. Veljum Kolbrúnu áfram!

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 8.3.2009 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband