Eva Joly veitir ráðgjöf - skynsamleg ákvörðun

Ég er mjög ánægður með þá ákvörðun stjórnvalda að fá Evu Joly til að veita okkur ráðgjöf á þessum erfiðu en mikilvægu tímum þegar rannsaka þarf með trúverðugum hætti allar hliðar bankahrunsins. Fara verður í heiðarlega og ítarlega rannsókn þar sem velta þarf við öllum steinum og fá alla hluti upp á borðið. Aðkoma Joly er mikilvæg, tel ég, enda sérfræðiþekking hennar óumdeild.

Eva Joly er heimsþekkt fyrir rannsóknir sínar á spillingu og fjármálabrotum víða í Evrópu og hefur verið rannsóknardómari í Frakklandi. Aðkoma hennar er mikilvæg fyrir okkur, enda þurfum við ráðleggingar manneskju sem hefur átt við svona mál áður og kann til verka, með þeim íslensku aðilum sem hafa verið valdir í verkefnið.

mbl.is Eva Joly sérstakur ráðgjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gæti ekki verið meira sammála þér!

Þetta er jafn mikilvægt fyrir þá sem saklausir eru og skipta hundruðum og þá sem brotið hafa af sér og þarf að koma lögum yfir. 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 10.3.2009 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband