Persónudýrkunin í Samfylkingunni

Ég hef beðið eftir því alla þessa viku að Jóhanna Sigurðardóttir komi fram klökk og með brostna röddu og segist taka við flokksformennsku í Samfylkingunni, vegna fjölda áskorana, og einróma stuðnings flokksmanna. Hún hafi alltaf gert allt fyrir jafnaðarstefnuna og skorist ekki undan áskorunum sem berist til hennar frá öllum flokksmönnum. Þetta er svo fyrirsjáanlegt, enda mun þetta enda svona. Ég vissi alltaf að dramatíkin myndi verða við för, enda eru bestu pr-sérfræðingar landsins og spunameistarar í þessum flokki. Þeir eiga eftir að spinna Jóhönnu upp.

Þrátt fyrir þetta sá ég hreinlega ekki fyrir að persónudýrkunin í Samfylkingunni myndi ná slíkum hæðum að gengin yrði blysför til Jóhönnu í kvöld. Þvílík over-dramatísatíon! Ég veit ekki hvað hefði gerst ef slíkt hefði verið gert innan Sjálfstæðisflokksins. Hugleiðið hvað Samfylkingarmenn hefðu sagt ef gengin hefði verið blysför til einstaklings í Sjálfstæðisflokknum ef hann hefði ekki strax gefið kost á sér. Alla jafna gildir að menn hafi áhuga og metnað á flokksformennsku og vilji taka hana að sér til að marka áhrif á flokkinn sinn í einhver ár, en verði ekki tímabundin lausn.

Í Samfylkingunni ganga menn blysför í stað þess að senda bara skeyti til hvatningar. Ætli menn syngi Fósturlandsins Freyja á leiðinni?

mbl.is Blysför til Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband