Farsinn um formannsefnið og stuðningsmanninn

Jóhanna Sigurðardóttir
Fátt hefur orðið hlægilegra í seinni tíma stjórnmálasögu en spuninn um Jóhönnu Sigurðardóttur og formannsstólinn í Samfylkingunni. Þvílík persónudýrkun. Hámarki náði farsinn þegar efnt var til blysgöngu til að þrýsta á hana, enda varla hægt að ætlast til að hún geti tekið svona ákvörðun ein og óstudd. Einn mætti, sá sem efndi til "göngunnar" og svo voru nokkrir fjölmiðlamenn þar á stangli.

Þeir myndu eflaust mættir til að mynda og fanga augnablikið stórfenglega þegar gengið yrði heim til forsætisráðherrans og beðið eftir að hún kæmi út og veifaði í allar áttir sigri hrósandi og myndi svo koma "göngumönnum" algjörlega á "óvart" og tilkynna framboðið. Ekta spuni að hætti Samfylkingarinnar, hlægilegur og pínlega yfirskipulagður.

Aumingjahrollurinn var hinsvegar algjör. Enginn mætti. Ljósið slokknaði og stemmningin steindauð. Ljósmyndablosarnir fáir og myndavélarnar ekki lengi á lofti. Jóhanna gat þess í stað slappað bara af heima og hugleitt málin ein með sjálfri sér.

Þvílíkt mega-klúður. Svona fagmannlega standa menn að verki bara í Samfylkingunni.

mbl.is Enginn mætti í blysförina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Sæll Stefán.

Það er engin alvöru meining á bak við þetta ákall Sandfylkingarinnar til Jóhönnu, það þarf bara að brúa bilið fram yfir kosningar.  Eftir kosningar verður henni síðan ýtt til hliðar og slagsmálin hefjast í fylkingunni um það hver eigi að ráða.  Ég held nefnilega að þetta snúist ekki um neina sérstaka ást á Jóhönnu, þvert á móti.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 12.3.2009 kl. 09:39

2 identicon

"Þvílík persónudýrkun" "Pínlega yfirskipulagður" "Spuni að hætti samfylkingarinnar"
Þessar athugasemdir ættu kannski rétt á sér ef einhver hefði mætt í blysgönguna.  Það geriði það hins vegar enginn þannig að varla hefur neinn mikill flokkur staðið að baki þessu.
Í einu orðinu segirðu að það sé einhver mikil múgæsing í kringum þetta en gerir svo grín að því að engin mæti.  Það er líka augljóst að það stóð enginn að þessu nema einn maður og honum virðist ekki hafa tekist sérlega vel til.

Nú verður þú að ákveða þig hvort það sé flokkurinn, samfylkingin, sem er sameinuð í þessum farsa eða hvort að þessi blysför sé einmitt lýsandi fyrir þetta, að það sé í rauninni enginn að velta sér mikið upp úr þessu nema blaðamenn og að því er virðist þú sjálfur.

Hvað Jóhönnu sjálfa varðar er ástæðulaust að ætla annað en að hún hafi verið beðin að íhuga framboð og sé bara að því, tilþrifalaust.  Ef hún svo ákveður að fara fram og enginn býður sig fram á móti henni þá er það nú ekki beinlínis eini flokkurinn sem virðist koma sér saman um formann áður en kosningin fer fram.

Kári. (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 09:46

3 Smámynd: Júlíus Valsson

Oft má satt kyrrt liggja

Júlíus Valsson, 12.3.2009 kl. 10:48

4 identicon

Þú talar um persónudýrkun á Jóhönnu Sigurðardóttur og notar blysför sem enginn mætti í sem rök fyrir því.  Þessi bloggfærsla þín er álíka misheppnuð og blysförin sem aldrei varð.

Spuninn í þessu máli er aðallega að gerast í kollinum á þér.

Róbert Arnar Úlfarsson (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 11:47

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þessi blysför var ekki skipulögð af Samfylkingunni. Það var einn maður, sem gerði það upp á sitt einsdæmi. Almennt voru Samfylkingamenn á móti þessu vegna þess einmitt að foringjadýrkun er ekki eins mikil í Samfylkingunni eins og í Sjálfstæðisflokknum og vegna þess að þeir, sem þekkja Jóhönnu vita að þessi blysför hefði ekki verið henni að skapi. Menn óttuðust meira að segja að slík blysför gæti gert hana fráhverfari en hún ef gagnvart því að taka að sér formannsembættið. Hvers vegna heldur þú til dæmis að Jón Baldvin hafi ekki mætt í blysförina þrátt fyrir að vera búin að skora á Jóhönnu opinberlega að taka að sér þetta embætti?

Það voru margir í Samfylkingunni búnir að biðja skipuleggjandan að hætta við þetta. Hann þráaðist hins vegar við og uppskar eftir því.

Ég var í gærkvöldi á framboðsfundi með frambjóðendum Samfylkingarinnar í prófkjkörinu í suðversturkjördæmi. Þar var komið margt fólk, sem vill eindregið fá Jóhönnu í formannsembættið. Það hvarflaði ekki að neinum þeirra að mæta í gönguna af þeim ástæðum, sem ég nefndi hér að ofan. Rétt eftir að þeim fundi laum fór ein kona á netið og sá að skipuleggjandinn hefði einn mætt í blysförina og þegar hún sagði frá því fögnuðu þeir því mjög, sem heyrðu hana segja frá því.

Sigurður M Grétarsson, 12.3.2009 kl. 12:11

6 identicon

Persónudýrkunin á Jóhönnu er auðvitað komin út fyrir öll velsæmismörk, svo langt að það var bara maðurinn sem átti hugmyndina að blysförinni sem mætti einn síns liðs.

 Hinir ákváðu að taka ekki þátt. En þvílíkt klúður já, jafnast næstum á við allt saman samanlagt sem sjálfstæðismönnum hefur tekist að klúðra á síðustu 18 árum. 

birgir (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 12:20

7 identicon

Kallinn minn ef eitthvað er hlægilegt mega klúður þá er það þessi grein.  Undir hana held ég að eingöngu geti tekið þínir líkir.  Að geta séð skipulagt plott út úr hvernig yfirstjórn Samfylkingarinnar hefur verið að þróast er alveg ótrúlegt.  Ætli veikindi Ingibjargar séu ekki bara líka hluti af plottinu ?  Ef eitthvað er þá er öfga persóndýrkunina mun frekar að finna hjá  Sjálfstæðisflokknum.   Og að halda því fram að blysförin hafi verið skipulögð af Samfylkingunni er með ólíkindum - hvernig dettur þér það í hug ?  Eða hljómaði þetta bara vel !

Egill (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 15:16

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Er bara ekki komin tími á að Jóhanna verði heilög og hætti/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 12.3.2009 kl. 15:53

9 identicon

"Þvílík persónudýrkun" "Pínlega yfirskipulagður" "Spuni að hætti samfylkingarinnar"
Þessar athugasemdir ættu kannski rétt á sér ef einhver hefði mætt í blysgönguna.  Það gerði það hins vegar enginn þannig að varla hefur neinn mikill flokkur staðið að baki þessu.
Í einu orðinu segirðu að það sé einhver mikil múgæsing í kringum þetta en gerir svo grín að því að engin mæti.  Það er líka augljóst að það stóð enginn að þessu nema einn maður og honum virðist ekki hafa tekist sérlega vel til.

Nú verður þú að ákveða þig hvort það sé flokkurinn, Samfylkingin, sem er sameinuð í þessum farsa eða hvort að þessi blysför sé einmitt lýsandi fyrir þetta, að það sé í rauninni enginn að velta sér mikið upp úr þessu nema blaðamenn og að því er virðist þú sjálfur.

Hvað Jóhönnu sjálfa varðar er ástæðulaust að ætla annað en að hún hafi verið beðin að íhuga framboð og sé bara að því, tilþrifalaust.  Ef hún svo ákveður að fara fram og enginn býður sig fram á móti henni þá er það nú ekki beinlínis eini flokkurinn sem virðist koma sér saman um formann áður en kosningin fer fram.

Kári (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband