Magnúsi Þór hafnað - frjálslyndir að hverfa?

Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi varaformaður Frjálslynda flokksins og alþingismaður, fékk mikinn skell í formannskjöri á landsfundi frjálslyndra í Stykkishólmi í baráttunni við yfirmann sinn Guðjón Arnar. Stjórnmálaferli hans virðist lokið, altént er greinilegt að hann hefur misst öll völd í flokknum og verður varla í framboði fyrir hann í vor.

Með því að hjóla í Guðjón missir hann það sem hann hafði, talsverða bitlinga, enda var hann pólitískur aðstoðarmaður Guðjóns og sem slíkur á þingmannalaunum.

En ekki kjósa margir á þessum landsfundi. Frjálslyndir virðast eiga erfitt á öllum vígstöðvum og þeir eiga mjög erfiðar kosningar fyrir höndum.

Erfiður lífróður blasir við flokknum í kosningabaráttunni næstu 40 dagana.


mbl.is Guðjón Arnar kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband