Ný forysta - fer Illugi í varaformannsframboð?

Mikil tíðindi hafa orðið í Sjálfstæðisflokknum á þessu prófkjörskvöldi. Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafa stimplað sig inn sem sterkt tvíeyki í forystu flokksins. Illugi er orðinn afgerandi forystumaður í höfuðborginni, tekur þar við hlutverki Geirs H. Haarde, og Bjarni orðinn forystumaður á Kragasvæðinu, tekur leiðtogastólinn af Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur. Nær öruggt er orðið að Bjarni verði formaður Sjálfstæðisflokksins.

Eftir niðurstöðu prófkjörsins í Reykjavík hefur staða Guðlaugs Þórs Þórðarsonar veikst gríðarlega. Ekki aðeins beið hann mikinn ósigur í leiðtogaslagnum við Illuga heldur er hann að auki fimmti í heildaratkvæðamagni í borginni, fær þar minna í heildina en Pétur, Ólöf Nordal og Siggi Kári. Guðlaugur Þór afskrifaði reyndar formannsframboð fyrr í dag, áður en tölur tóku að berast.

Mér finnst stórmerkilegt að sjá heildaratkvæðamagn í Reykjavík þegar um 80% atkvæða hafa verið talin. Illugi er með 5273 atkvæði en Guðlaugur Þór hefur 3834 atkvæði. Þetta segir sína sögu. Illugi hefur nú náð stöðu Davíðs og Geirs, eitt sinn, í borginni. Með því verður hann lykilmaður í flokksstarfinu.

Flokksmenn hljóta að velta fyrir sér, eftir þessi ótvíræðu úrslit, hvort Illugi Gunnarsson fari í varaformannsframboð. Einnig hefur Ólöf Nordal stimplað sig inn sem forystukona í flokknum á landsvísu. Hún er framtíðarstjarna í flokknum.

mbl.is Illugi öruggur á toppnum með 3600 atkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þér hlýtur að líka afskaplega vel við Illuga. Mér finnst nú Guðlaugur ná ágætum varnarsigri. En mikið eru kjósendur flokksins í Reykjavík umburðarlyndir og íhaldssamir og lausir við jafnréttissjónarmið. Endurnýjun er nánast engin og skiptir kjósendur greinilega engu máli þótt Illugi hafi ekki gætt réttar almennings sem töpuðu stórfé í Peningarmarkaðssjóði 9 í Glitni. Ég hefði viljað sjá ný andlit en fagna þó árangri Ólafar. En íhaldsseminn gæti komið flokknum um koll í kosningunum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 22:29

2 Smámynd: Baldvin Mar Smárason

Einar Áskell, kæri vinur.

Lestu þetta, áður en þú ferð fram með einhverjar "staðhæfingar"

http://www.illugi.is/w/?p=215

Baldvin Mar Smárason, 14.3.2009 kl. 22:37

3 identicon

Kæri Baldvin, það er ljóst að almenningur tapaði stórfé í Sjóði 9. Stjórnarmaður í þeim sjóði var Illugi Gunnarsson. Sjóðurinn hafði fjárfest verulega í fyrirtækjum sem voru í krosseignatengslum við Glitni sem rak sjóð 9. Þannig virðist sem fé sem Illuga var treyst fyrir af almenningi hafi verið illa hirt.

Hér er ekki um að ræða spurningu um glæp, heldur um ábyrgð. Bera stjórnarmenn í fyrirtækjum og sjóðum ábyrgð á því sem þar gerist eða ekki?

Mér sýnist að svar Sjálfstæðisflokksins í kvöld sé skýrt og greinilegt NEI.

Halldór Elías Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.3.2009 kl. 23:14

4 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Hvers vegna ekki bara formannsframboð? Held að hann yrði betri kostur fyrir flokkinn en olíukóngurinn Bjarni Ben. Er reyndar dálítið hissa hve lítið er haldið á lofti tengslum Bjarna við bensínokrið á okkur sauðsvörtum almúganum. Þó hann hafi nú sagt af sér stjórnarformennsku í N1 getur hann illa þvegið hendur sínar af því að hafa verið þar innanborðs undanfarin ár. Skil reyndar ekki alveg hrifningu fólks af honum. En þetta er ykkar val og þið sitjið uppi með það.

Gísli Sigurðsson, 14.3.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Viðar Eggertsson

Ég mæli með þessari stórskemmtilega brandara á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins. flokkur með slíkan húmor fyrir sjálfum sér þarf ekkert að óttast í komandi kosningum: http://xd.is/?action=stefnumal&id=576

Viðar Eggertsson, 14.3.2009 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband