Ómálefnaleg viðbrögð við tillögum Tryggva Þórs

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sem hafa engar alvöru tillögur komið með til bjargar heimilum landsins og efnahag þjóðarinnar, slógu ómálefnalega og ómerkilega út af borðinu tillögur Tryggva Þórs Herbertssonar, hagfræðings, í dag. Eina sem fjármálaráðherrann, sem er jarðfræðingur eins og flestir muna, hafði fram að færa væri að banki undir stjórn Tryggva Þórs hefði ekki gengið vel í aðdraganda alþjóðlegs efnahagshruns.

Hvernig er það, hafa þessir forystumenn þjóðarinnar ekkert fram að færa í efnahagsmálum nema fimmaurabrandara? Ef þau ætla að gagnrýna tillögur Tryggva Þórs væri þá ekki nær að þau kæmu með einhverjar tillögur og sýndu að þau væru að gera eitthvað annað en búa til brandara þegar vantar leiðsögn í þessu landi, alvöru forystu.

Hvaða tillögur hafa stjórnvöld fram að færa til lausnar hinum aðsteðjandi og augljósa vanda sem blasir við heimilum landsins? Nú duga engir fimmaurabrandarar frá þeim sem ráða för!


mbl.is Húsráð Tryggva Þórs þykja vond
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Svona nú Stefán - Hlustaðu þá allavega á Gylfa Magnússon sem á engra hagsmuna að gæta eins og, tja, t.d. að ná kosningu inn á þing í vor. Hann var ekki að skafa utan af því í moggafréttinni hér: http://www.mbl.is/mm/frettir/sjonvarp/?fl=0;media_id=23483;play=1&ref=fpsjonvarp

Jóhanna og Steingrímur (ertu virkilega að skjóta á að hann sé jarðfræðingur og lést Dagfinn Dýralækni aldrei heyra það) voru nú með annað en fimmaurabrandara í áðurnefndri frétt. Þvert á móti, þá var þetta bara smekkleg jarðarför á hugmynd sem þeim þótti illa útfærð - Svo má deila um það - Ég er ekki að segja að hugmyndi sé ekki umræðu verð, en hún er rædd en ekki hlegið að henni nema svona rétt til að hnykkja á því hversu arfavitlaus þeim þykir hún.

Rúnar Þór Þórarinsson, 18.3.2009 kl. 06:00

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Fyrirgefðu Rúnar, en væri ekki betra að þú færir rétt með. Ég var fyrir löngu búinn að snúa baki við Árna Mathiesen og byrjaði að tala um afsögn hans á síðasta ári, meira að segja fyrir bankahrun. Eftir það vildi ég að bæði hann og Björgvin tækju pokann sinn. Þetta var lélegt hjá þér Rúnar, en kannski lestu ekki vefinn reglulega, má vera.

Það sem ég gagnrýni er að aðrir hafa engar tillögur. Þeir gagnrýna Tryggva en eru gjörsamlega blanko. Tillögur Tryggva eru góðar til umræðu en þeir sem gagnrýna þær en koma með ekkert annað, engar tillögur á borðið, eru ekki trúverðugir. Einfalt mál.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.3.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband