Glæpsamlegir peningaflutningar til Tortola

Fyrir nokkrum mánuðum vildi Jón Ásgeir Jóhannesson ekki kannast við eyjuna Tortola í Silfursviðtali við Egil Helgason. Nú er ljóst að helstu auðmenn landsins og aðilar tengdir þeim hafa skotið fé undan til þessarar eyju. Ekki þarf rannsókn til að sjá þetta þegar fleiri hundruð félög hafa verið stofnuð þar af Íslendingum gagngert til að geyma fé. Þetta þarf að kanna og flétta hulunni ofan af öllu dæminu.

Þeir tímar eiga að vera liðnir að þjóðin láti bjóða sér hálfkveðnar vísur og snúning í lygahringekjunni hjá þessum mönnum. Staðreyndir tala sínu máli nú þegar og í raun ljóst að þarna hefur óeðlilega verið staðið að málum og þjóðin verið höfð að fífli með ómerkilegum útúrsnúningum líkt og fyrrnefndu Silfursviðtali.

Stóra spurningin nú er hvort þessir menn muni hjálpa þjóðinni á þessum örlagatímum eða stinga af til Tortola með allan sinn auð endanlega. Velji þeir seinni kostinn verða þeir landflótta ræflar sem missa endanlega allan trúverðugleika hér heima. Þá verður Tortola þeirra föðurland.

mbl.is Samson greiddi fé til Tortola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðlaugur Guðmundsson

Þetta er vel mælt og orð í tíma töluð. Það er hins vegar spurning hvort þessir peningar eru nokkuð lengur á Tortola. Þeir gætu verið komnir lengra núna, td. til Suður- eða Miðameríku. Þar eru víða djúpar geymslur líka.

Guðlaugur Guðmundsson, 31.3.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband