Bankar á byrjunarreit

Mér finnst einn mesti vandinn sem við er að eiga í dag að íslensku bankarnir eru hvorki fugl né fiskur. Þeir hafa enn ekki verið endurreistir. Þetta eru eins og hús í gömlu bandarísku myndunum, með veglegri framhlið en ekkert er á bakvið þá. Þetta er mikill vandi, enda mun ekki verða hægt að endurreisa íslenskt atvinnulíf og byggja upp fyrr en bankarnir hafa verið byggðir upp með trúverðugum hætti.

Þetta kemur mjög vel fram í því mati að salan á útibúaneti Spron hefði getað kollvarpað Kaupþingi og dregið það niður. Reyndar eru margar spurningar í þessu Spron-máli sem hefur ekki enn verið svarað og greinilegt að þeir stjórnmálamenn sem kvörtuðu um leynd áður hafa byggt þagnarmúr um verk sín í þeim málum.

mbl.is Óttast áhlaup á Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég mæli með E2-E4 í stöðunni! 

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband