Steingrímur J. orðinn ráðalaus á vaktinni

Ástandið í íslensku samfélagi er grafalvarlegt. Krónan riðar til falls. Fátæklegar tilraunir stjórnvalda til að taka á vandanum hafa engu skilað. Mannabreytingar í Seðlabankanum hafa engu breytt nema því að ríkisstjórnin getur ekki lengur kennt Davíð Oddssyni um hvert stefnir. Nú er Steingrímur J. Sigfússon orðinn ráðalaus á vaktinni og getur engu svarað. Hann getur ekki skýrt veikingu krónunnar og er orðlaus, sennilega í fyrsta skiptið mjög lengi á sínum ferli.

Hvað hefði þessi orðhvati forystumaður sagt væri hann í stjórnarandstöðu núna? Ég efast um að hann væri orðalaus þyrfti hann enga ábyrgð að bera. Hin napra staðreynd málsins er að þessi ríkisstjórn er alveg ráðalaus og virðist ekki geta staðið í lappirnar og tekið erfiðar ákvarðanir.

mbl.is Kann ekki skýringar á veikingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Steingrímur er ráðalaus og vill ekki hlusta á Sigmund koma með alvöru lausnir. Á meðan brenna heimilin upp í bráðabrigðalausnum og vonleysið hellist yfir þúsundir Íslendinga. Svartsýnishjal? Ég vildi að svo væri!

Guðmundur St Ragnarsson, 7.4.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Sigurður Ingi Jónsson

Hin napra staðreynd er sú að Sjálfstæðisflokkurinn hefur skilað af sér svo skelfilegu búi að hvergi sér út yfir spillinguna, sukkið og efnahagsóreiðuna.

Annars er aðdáunarvert hvað þér ferst vel úr hendi að skrifa svona Pravda pistla.

Sigurður Ingi Jónsson, 7.4.2009 kl. 17:35

3 identicon

Það er ekki nokkur vafi að ´gömlu´Seðlabankastjórunum væri kennt um gengisfallið  núna, væru þeir enn í Seðlabankanum.  Og það snýst ekki bara um Steingrím J.  Fjöldinn allur af fólki kenndi þeim um.  Og held þeir hafi misst mætan mann og hálærðan hagfræðing, Ingimund Friðriksson, úr landi vegna þess að hann var látinn flakka eftir, að mig minnir, 40 ára starf þar. 

EE elle (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband