Skólabókardæmi um Brusselvaldið alræmda

Björn Bjarnason, alþingismaður og fyrrum dómsmálaráðherra, hittir naglann á höfuðið þegar hann segir að sendiherra ESB sé að ganga hagsmuna Brusselvaldsins alræmda með viðbrögðum við evruútspili Sjálfstæðisflokksins. Þessi vinnubrögð skriffinnskumanns með óljóst umboð nema til að þjóna valdinu á heimaslóðum koma engum að óvörum og eiginlega undarlegt að þetta sé frétt að mati sumra hérna heima. Átti einhver von á öðrum yfirlýsingum úr þessari átt?

Ég hef aldrei átt von á því að við fáum einhverja sérsamninga eða alvöru undanþágur frá valdboði ESB og skipunum þaðan og þetta dæmi segir svosem sína sögu. Gárungarnir segja reyndar að ESB-viðræður okkar væru eins og viðræður Akureyrarbæjar og Grímseyjarhrepps um sameiningu. Fáir trúa því að Grímsey muni stjórna Akureyri ef af sameiningu verður.

mbl.is Dólgsleg árás, segir Björn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skaz

Yfirgangur? dólgslæti?

Mér sýnist maðurinn nú bara hafa verið að vinna vinnuna sína og lýst yfir vel þekktri stefnu ESB, það er nú þannig að lönd innan ESB eru ekki öll að fá að taka upp Evruna. Þannig að ég sé nú ekki að við sleppum nú neitt betur.

Og varðandi undanþágur frá ESB dæminu... Malta fékk undanþágur frá fiskveiðistefnunni og innflytjendamálum. Tvö stór mál, og það búa ekkert margir á Möltu sko... 400 þús manns, álíka og hér..

 Og fyndist þér eðlilegt að Grímsey hefði það mikið vald að hún gæti sett allt á annan endann hér í bæ? Eða væri eðlilegra að hafa hlutfallslegt vald á þá leið að atkvæði hvers eru jafngild?

Já nafnið mitt er undir ábyrgðarmaður á síðunni minni fyrir þá sem einfaldlega verða að vita það.

Skaz, 21.4.2009 kl. 04:16

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Hversvegna í ósköpunum ætti sendiherrann að hlýða evruútspili Sjálfstæðisflokksins? 

Björn er búinn að halda því fram árum saman að ekkert sé hægt að semja við ESB um neitt sambandi við fiskveiðimálin í aðildarviðræðum - alls ekkert. - Þó þar séu sérstakar lausnir við fiskveiðistjórnun mismunandai hafsvæða regla en ekki undantekning, samanber Miðjarðarhafið, Eystrasalt fjarlægari eyjar allt frá eyjum í karbískahafinu til Kanaríeyja, Hjaltlands og Möltu, en svo er hann alveg bit að ESB og sendiherra þess hlýði ekki hverju kalli Sjálfstæðisflokksins um upptöku evru - Þó svo hinu orðinu hann segi að með aðildarviðræðum fengjum við ekki evru fyrr en eftir mörg ár - og ekki taki því að ræða annað við ESB.

- Engar undanþágur með aðildarviðræðum segir Björn en ótrúlegt að ESB og sendiherra þess gegni ekki hverju kalli Björns og Sjálfstæðisflokks utan aðildar.

- Björn rífst á fullu við sjálfan sig. 

Helgi Jóhann Hauksson, 21.4.2009 kl. 05:55

3 identicon

Ætla lítið að tjá mig um BB sem skrifar enda fjölgar hann einungis þeim sem kjósa til vinstri, EN.. hættu að umgangast gárunga Stefán! Grímeyingar munu koma að stjórn Akureyrarbæjar líkt og Hríseyingar. Í Hrísey er sérstakt hverfisráð og svipað mun verða í Grímsey. Engin ástæða í miðri kosningabaráttu að gera grín að Grímseyingum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 09:26

4 Smámynd: GH

Við hvern ætlar Björn að semja um upptöku evrunnar?? Við guð almáttugan eða andskotann? Því miður fyrir Sjálfstæðisflokksins þá er það "Brusselvaldið alræmda" sem ræður því hverjir taka upp mynt sambandsins, og aðild að klúbbnum er skilyrði fyrir því. Þessi staðreynd hefur verið endurtekin hvað eftir annað, en þeir sem hata sambandið hvað mest virðast ekki skilja hana.

GH, 21.4.2009 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband