Er upplýsingum haldið leyndum fyrir kjósendum?

Það er mjög alvarlegt mál ef rétt reynist að stjórnvöld hafi stungið undir stól skýrslu sem leiði í ljós að framundan sé algjört hrun íslensks efnahagskerfis að óbreyttu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, gerir hið eina rétta og vekur athygli á vinnubrögðunum, þó hann beri reyndar mikla ábyrgð á vinnubrögðunum. Stjórnin situr í hans umboði.

Séu þetta opnu og gegnsæju vinnubrögðin sem vinstriflokkarnir lofuðu okkur við myndun þessarar gagnslausu ríkisstjórnar er ekki von á góðu og vonandi að kjósendur hugsi sinn gang áður en kosið verður um helgina. Vinnubrögðin eru skólabókardæmi um að logið hafi verið að þjóðinni.

Sigmundur Davíð ber alla ábyrgð þó á því að hafa leitt þetta fólk til valda sem virðist hafa brugðist algjörlega, einkum ef rétt reynist að verið sé að afvegaleiða þjóðina til að kjósa yfir sig vinstristjórn um helgina án þess að heildarmyndin liggi ljós fyrir.

Hann hefur skapað þetta skrímsli sem er á vaktinni, úrræðalausa ríkisstjórn sem reynir að forðast að segja fólkinu í landinu sannleikann um stöðuna og fer marga hringi í þeim hráskinnaleik.


mbl.is Sigmundur Davíð spáir öðru hruni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur H Þorleifsson

Nákvæmlega.

Ingólfur H Þorleifsson, 23.4.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Ingólfur Ingólfsson

vissulega væri það alvarlegur hlutur ef verið væri að leyna upplýsingum !en er etv Sigmundur ekki bara enn einn hemsendaspámaðurinn í kostningar örvæntingu?

Ingólfur Ingólfsson, 23.4.2009 kl. 21:44

3 identicon

Það er ekkert að fela og það þarf engan speking tl að sjá það að það er 100 % víst að húsnæðismarkaðurinn mun hrynja og margt annað þar á eftir. Mér sýnist að húsnæði í dag sé a.m.k 60% of dýrt í dag miðað við greiðlugetu fólks almennt til að greiða af íbúð og til að lifa mannsæmandi lífi. Þegar þetta gerist næsta vetur mun það verða sárt en gott þegar það er yfirstaðið því þá getur fólk farið að huga að því að kaupa aftur íbúð á þeim verðum og kjörum(án verðtryggingu)  Þetta er besta leiðin fyrir fólkið í landinu almennt en fjármagnseigendur munu tapa miklu. Það er ekkert annað í stöðunni því miður fyrir þá en það jákvæða er að kaupmáttur venjulegs fjöldskyldu fólks mun lagast mikið eftir þessar hreingerningar sem húsnæðishrunið mun koma af stað. 

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 21:51

4 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Gleðilegt sumar til þín og takk  fyrir allt bloggið......

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 23.4.2009 kl. 23:06

5 identicon

Þú ættir  nú að fara varlega í það að gagnrýna Sigmund Davíð útaf þessari skýrslu.  Hann er margbúinn að segja að undanförnu að ástandið sé akkúrat svona sem skýrslan boðar.

Það er lélegt skammtímaminnið hjá þér að muna ekki eftir skýrslum á s.l. ári sem Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin stungu undir teppi, skýrslur sem vöruðu við því ástandi sem við erum stödd í í dag.  Bæði D og S sögðu að allt væri í himnalagi þrátt fyrir setu á neyðarfundum með Seðlabanka o.fl. og tilurð þessara fundi hefur verið staðfest af Ingibjörgu Sólrúnu.

ÞJ (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 23:08

6 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Sæll Stefán Friðrik, og gleðilegt sumar!

Þú ert nú ágætur penni, hefur skoðanir á flestum hlutum og kemur þeim frá þér með ágætum hætti.

Pistill þinn að þessu sinni þykir mér alveg svakalegur.

Þú hnýtir í núverandi stjórnvöld og Framsókn - en skautar alveg framhjá ábyrgð Sjálfstæðisflokksins!  Hvernig má það vera?  Þetta er náttúrulega sögufölsun af verstu sort og ekki einu sinni hollt fyrir sjálfan Sjálfstæðisflokkinn!  Þá fyrst, er menn sýna iðrun og auðmýkt, er hægt að vonast eftir betrumbót og trúverðugleika.

Alvarleiki málsins er samt mikill, ef rétt reynist - það er, ef alvarlegum og þjóðhagslega mikilvægum upplýsingum er haldið leyndum.  Fyrir þessu höfum við þó ekki sannanir enn.

Ríkisstjórnin sem nú situr tók við skelfilegu búi.  Um það deilir þú varla.  Henni var nú vorkunn a.m.k.  Og ég fæ ekki betur séð en að hún hafi staðið sig ágætlega, þótt sjálfur vildi ég sjá róttækari aðgerðir/leiðréttingar fyrir skuldara (er svolítið sammála Framsókn og Tryggva Þór hvað þetta varðar).

En, sem sé, mín gagnrýni á þig í þetta skiptið er að þú skautar alveg fram hjá Sjálfstæðisflokknum - sérð svolítið flísina í auga bróðurins en ekki bjálkan í ..... auga.  Sem eru náttúrulega lítil vísindi.

Eiríkur Sjóberg, 23.4.2009 kl. 23:58

7 identicon

Sigmundur Davíð er þarna að tjá sig um skýrslu sem hann mun ekki einu sinni hafa séð. Gylfi Magnússon segir Sigmund Davíð misskilja skýrsluna algjörlega, uppgjör bankanna séu meira að segja enn ófrágengin.

Stefán (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband