Kjósandi skítur upp á eigið bak á kjörstað

Mér finnst sá einstaklingur sem skeindi sig með kjörseðlinum sínum aðallega skíta upp á eigið bak frekar en koma með heilsteypt skilaboð. Atkvæðisrétturinn eru dýrmætustu réttindi hvers einstaklings, til að velja stjórnvöld í landinu sínu og geta tjáð skoðun sína í verki, hvort heldur til að hrósa þeim sem eru við völd eða refsa þeim.

Víða um veröld hefur fólk ekki þessi sjálfsögðu réttindi okkar, er bundið í fjötra einræðis og kúgunar, og það er vanvirðing við lýðræðið og skoðanafrelsi að vanvirða það og algjörlega til skammar fyrir þann sem þetta gerði og þá sem vekja athygli á því með þessu myndbandi og auglýsa það.

Auk þess finnst mér það skjóta skökku við að þeir sem börðu potta og pönnur til að krefjast kosninga - landsmenn fengju að tjá sig og greiða atkvæði - geri lítið úr atkvæðisréttinum. Er þetta lið aldrei ánægt? Þarf alltaf að vera á móti, bara til að vera á móti? Aumt lið þetta.

mbl.is Skeindi sig með kjörseðli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er ekki að reyna að verja þetta, en mér þykir þú heldur ofmeta athvæðaréttin.

Dýrmætustu réttindin segir þú? Dýrmætari en til dæmis rétturinn til að ala upp börnin sín, dýrmætari en rétturinn til frjálsra afnota tímans sem maður hefur á jörðinni, eða dýrmætari en rétturinn til að njóta afurða þeirra vinnu sem maður vinnur?

Ég er ekki að benda á að einræði sé eitthvað betra en lýðræði en það sem við búum við í dag er varla lýðræði. Nær væri að kalla þetta breytilegt alræði. Rétturinn til að kjósa rétt dekkar það að maður ræður hvern maður lætur blekkja sig næstu fjögur árin. Alvöru völdin er ekki í framboði. Alvöru völdin í samfélaginu er hjá yfirmönnum og eigendum.

Það að kjósa S en ekki D er svona álíka og að kaupa sér puslu með tómatsósu en ekki remúlaði. Það spyr engin hvort þú viljir pulsu yfir höfuð. Þú ert jafnmikið háður yfirmönnum og áður. Frítíminn er sá sami, launin þau sömu og vöruverðið það sama. Stefna stjórnvalda skýrir varla 1% af dreifingu hinna breytanna þriggja, leyfi ég mér að fullyrða.

Einræði kannski til fleiri fjötra en lýðræðið okkar. En þeir fjötrar komast hvergi nærri þeim fjötrum sem alræði fyrirtækjavaldsins býr til. Alvöru fjötrar okkar samfélags er arðrán. Við vinnu mikið handa örðum að græða. Við höfum ekki einu sinni tíma til að ala upp börnin okkar því við þurfum að vinna fyrir arðráninu. Við köllum þetta að borga skuldirnar. Mögulega eru fjötrarnir okkar verri en fjötrar einræðis því okkar fjötrar eru faldir inn í lýðræðið. Sértu kúgaður af stjórnvöldum er auðvellt að bylta þeim, en sértu kúgaður af auðvöldum er fátt sem þú getur gert í því, nema þá kannski að kúka í kjörklefann.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:37

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er fyrir neðan allar hellur að mbl.is sé að auglýsa og hvetja þar með til svona hegðunar.

Gestur Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 14:06

3 Smámynd: Jonni

Ég ber fulla virðingu fyrir þeim kjósanda sem skeindi sig með kjörseðlinum, og finnst að varla sé hægt að tjá sig með skýrari hætti. Stjórnmálamenn þessa lands er svo gjörsamlega búnir að bregðast trausti kjósenda að varla tekur orðum að lýsa því.

Fyrir utan náttúrulega það að kjósa Sjálfstæðisflokkinn er enn meiri óvirðing við þennan blessaða kjörseðil. Það eru kjósendur þess flokks sem skíta upp á eigið bak og hafa gert undanfarinn áratug, en það versta er að við þurfum öll að vaða skítinn.

Jonni, 27.4.2009 kl. 16:50

4 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Hvers vegna heldurðu að kúkalabbinn sé úr hópi þeirra sem börðu potta og pönnur til að krefjast kosninga?  Er það ekki full brött ályktun?

Bergþóra Jónsdóttir, 27.4.2009 kl. 17:01

5 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Þessi einstaklingur á skilið fangelsi fyrir þetta ógeðslega athæfi sitt. Ég varð var við hin ýmsu viðhorf á blogginu fyrir kosningarnar sem lýstu ólýðræðislegum hugsunum fólks. Margir fullyrtu að Ísland væri einræðisríki og að hér ríkti ekki lýðræði. Ég veit þó ekki betur en þetta fólk hafi nýtt sér rétt sinn til tjáningarfrelsis hér á blogginu, réttur sem fólkið hefði aldrei í einræðisríkjum svo dæmi sé tekið.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 20:30

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kosningarétturinn er okkar mikilvægasti réttur. Það er bara mjög einfalt mál. Ég hef alltaf litið svo á og að mínu mati er ekkert heilagra. Það er minn réttur til að tjá skoðun mína í verki. Sjálfur hef ég strikað yfir frambjóðendur á listum og látið mínar skoðanir í ljósi. Eitt atkvæði er lítið í fjöldanum, en það er okkar réttur að einn maður hafi jafnan rétt og aðrir. Einn maður - eitt atkvæði. Þeir sem vanvirða atkvæðisréttinn og koma svona ógeðslega fram er pakk að mínu mati.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.4.2009 kl. 20:36

7 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Er þetta svar við spurningu minni?

Bergþóra Jónsdóttir, 27.4.2009 kl. 20:44

8 identicon

Skemmtileg púnktur og basta rök hjá þér: „kosningarétturinn er mikilvægastur, og það bara er svoleiðis.“ Ég myndi glaður fórna kosningarréttinum til að lifa í samfélagi þar sem ekki væri þörf á yfirvaldi. Þar sem ákvarðanir væru byggðar á samþyggi allra en ekki þeim hagsmunum sem hafa stundað arðránið hvað grimmast. Ég myndi vel afsala mér þessum „mikilvægasta rétti mínum“ ef ég þyrfti ekki lengur að lifa við misskiptingu, þar sem fyrirtæki stunda ekki arðrán og kalla það „atvinnuskapandi“, þar sem viðskipti fara fram á jafningjagrundvelli og þar sem enginn milliliður getur troðið sér inn í viðskipti og kalla það „nauðsynlegt fyrir fyrirtækin.“

Ég met réttinn til frjálsra viðskipta á jafningjagrundvelli meiri en réttinn til að kjósa hver ákveður hver sé meiri jafningi en aðrir.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 22:51

9 Smámynd: Stefanía

Það er orðið sannað að kúkalabbinn er úr röðum búsáhalada....bla bla bla...

Stefanía, 28.4.2009 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband