Á að bjóða þjóðinni upp á stefnulausa stjórn?

Mér finnst það mjög hrokafullt hjá Steingrími J. Sigfússyni að gefa í skyn að vinstristjórnin ætli eða geti haldið áfram störfum án stjórnarsáttmála - ætli sér að vera stefnulaus við stjórn landsins og hafa stefnumótun eftir hentileika en ekki fyrirfram ákveðnum sáttmála með vinnuplan og afgerandi markmiðum.

Almenningur og atvinnulífið geta ekki beðið endalaust eftir röggsömum ákvörðunum stjórnvalda til lausnar hinum mikla vanda í samfélaginu. Þar dugar ekkert hik og ekki trúverðugt að tala við þjóðina eins og hún geti beðið endalaust meðan Jóhanna og Steingrímur dúllast við að leysa öll mál.

Ætlar vinstristjórnin kannski að láta allt samfélagið fuðra upp á meðan þau eru að snattast í að ná samstöðu um öll mál og bíða með að taka á málum?

mbl.is Ekkert liggur á stjórnarsáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hmm, ef VG reynast sjálfum sér samkvæmir (heiðarlegir) áfram þá mun flygi þeirra einungis aukast.

Því frá og með nú er Ísland komið yfir það versta hvað varðar gjaldmiðlamála-bull. Lækning krónunnar á efnahag landsins mun fara að verða öllum sýnileg með berum augum. Niðurtúrinn er að stöðvast. Taka mun við venjuleg lágsveifla í smá tíma sem er mjög eðlileg í kreppum. Svo munu 15 fallbyssuskot Seðlabanka Íslands smá saman skjóta vexti í skútuna á meðan flestir aðrir seðlabankar heimsins eru orðnir skotfæralausir. Þá mun Samfylkingin ekki geta hrætt neinn lengur. Allir munu sjá að það er krónan sem er að lækna Ísland. Samfylkingin mun þá standa eins og Glitnir, eða eins og gamall kattaskítur í tunglsljósi.

VG mun standa með stóran blómavönd í stórum vasa - fyrir að hafa verið sjálfum sér trúir. Það þarf engan stjórnarsáttmála því VG hefur krónuna. Hún starfar dag og nótt blessunin. Samfylkingin hefur enga krónu. Hún er að verða gjaldþrota.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.4.2009 kl. 15:31

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

máltækið segir"höfuðlaus Her" hvernig berst hann/sammála þessu alveg /Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 28.4.2009 kl. 15:39

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Það virðist ekkert hafa breyst við kosningarnar, jafnvel þó að ríkisstjórnar-flokkarnir séu komnir með þingmeirihluta, lítur út fyrir að sama ráðaleysið og sama hentistefnupólitíkin muni ráða ríkjum á stjórnarheimilinu.  Fyrirtækin falla og heimilin brenna á meðan eru stjórnarflokkarnir blindaðir af ESB þrætu.

Tómas Ibsen Halldórsson, 28.4.2009 kl. 16:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband