Skýr skilaboð frá kjósendum í Rvk - suður

Ég get ekki beinlínis sagt að ég sé undrandi á útstrikunum á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður, einkum hvað varðar Guðlaug Þór Þórðarson. Augljóst var að mörgum sjálfstæðismönnum var nóg boðið af styrkjamálinu og vildi láta skoðun sína í ljós alveg milliliðalaust. Þessar útstrikanir eru afgerandi skilaboð frá flokksmönnum og kjósendum flokksins.

Mér líst mjög vel á að Ólöf Nordal taki við leiðtogahlutverkinu í Reykjavík suður, reynist þessi útstrikunarfrétt rétt. Hún er mikil kjarnakona og hiklaust einn af framtíðarleiðtogum Sjálfstæðisflokksins á landsvísu.

mbl.is Sjálfstæðisflokkur í RS með yfir 2000 útstrikanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

dapur samt hvað allir skella við skolla eyrum

Jón Snæbjörnsson, 28.4.2009 kl. 21:29

2 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Hef alla mína tíð kosið sjálfstæðisflokkinn þangað til núna. Í þetta sinn kaus ég Framsókn. Ég er staðráðinn í að ganga aftur í flokkinn þegar spillingarstimpillinn er horfinn af honum og siðspiltir menn hafa verið settir til hliðar. Þess vegna er ég ánægður með bæði þessa útstikun og eins með Árna Johnsen.

Ólafur Þór Gunnarsson, 28.4.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Halldór Halldórsson

Mér lýst alltaf vel á þegar kjósendur nýta sér rétt sinn til að láta í ljós skoðanir sínar á frambjóðendum, eins og nú hefur gerst hjá Sjálfstæðismönnum í Reykjavík Suður.  Kjósendur lýsa þó fylgi við flokksstefnuna með því að kjósa listann.  Það er hins vegar miklu meiri vantraustsyfirlýsing þegar þeir kjósa annan lista eins og virðist hafa gerst í Norðausturkjördæmi, eða hefur Stefán Friðrik aðrar skýringar á því að Sjálfstæðisflokkurinn fær aðeins 17.5% atkvæða í hans kjördæmi?  Alls staðar annarsstaðar fær hann yfir 20%!

Halldór Halldórsson, 28.4.2009 kl. 22:31

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Flokkurinn tapaði gríðarlegu fylgi um allt land Halldór. Hér var tapið 12,3%. Þið töpuðuð 15% í Kraganum. Í Reykjavík tapaði flokkurinn 16% (mesta tapið) í Rvk suður og 15% í Rvk norður. Tapið var minna í Suðri og Norðvestri, 9% og 6%. Þetta er mikið áhyggjuefni og ekki ætla ég að gera tilraun til að verja fylgistapið. Sömu ástæður valda því um nær allt land. Við vitum báðir hvað kostaði flokkinn forystu í öllum kjördæmum nema Norðvestri.

Sjálfur var ég hundóánægður með Sjálfstæðisflokkinn en talaði samt máli hans og kaus flokkinn. Ég efast ekki um að mörgum fleirum tryggum flokksmönnum hafi liðið eins. Flokkurinn brást sínu fólki og landsmönnum öllum mjög illa og fékk skellinn núna.

Hér í Norðaustri unnum við sögulegan sigur í kosningunum 2007. Aðeins einu sinni áður höfðum við fyrsta þingmann á þessum slóðum; þegar Halldór Blöndal vann það sæti í NE árið 1999. Við náðum aldrei þeirri stöðu í Austurlandskjördæmi.

2003 fengum við tvo menn í Norðaustri og 23,5% - 28% var það árið 2007. Við sitjum eftir aðeins með kjarnafylgið Halldór, það er um allt land þannig. Við erum einfaldlega nöguð inn að kjarna og þurfum að ná sambandi við almenning í landinu aftur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 29.4.2009 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband