Klaufaleg og ómerkileg framkoma hjá forsetanum

Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, varð illa á í messunni þegar hann snupraði og sveik sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi um fálkaorðuna þegar hún var á leið til Bessastaða til að veita henni viðtöku. Vinnubrögðin eru viðvaningsleg og klaufaleg - ekki sæmandi manni sem hefur verið á forsetastóli í þrettán ár og er embættinu til háborinnar skammar.

Þetta eru enn ein klúðurslegu mistökin hjá Ólafi Ragnari á skömmum tíma. Rifrildi forsetahjónanna fyrir framan fjölmiðla, misvísandi skilaboð til erlendra blaðamanna um viðkvæm málefni eftir bankahrunið og viðvaningsleg og klaufaleg ummæli á fundi með erlendum sendimönnum hafa skaðað embættið.

Auk þess er forsetinn illa skaddaður vegna þess hvernig hann dansaði í kringum auðmennina sem settu þjóðina á hausinn. Trúverðugleiki hans er stórlega skaddaður og ekki undrunarefni að stór hluti landsmanna vilji að hann fari frá sem fyrst.

mbl.is Svikin um Fálkaorðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

þetta fynst mér vera léleg fréttamenska, það er verið að reina að kama höggi á forsetan, las eingin hvað stendur neðst í fréttini:

þau leiðu mistök hafi verið gerð í aðdraganda brottfarar fráfarandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi að orðuritari, Örnólfur Thorsson, sendi erindi til prótokollstjóra utanríkisráðuneytisins um að ákveðið hafi verið að sæma Carol van Voorst sendiherra heiðursmerki Hinnar íslensku fálkaorðu, án þess þó að formlega hafi verið gengið frá ákvörðuninni.

get ekki skilið þetta öðruvísi en Örnólfur Thorsson hafi sent þetta bréf uppá eigin spítur án þess að tala við kóng né prest og svo er þessu snúið uppí klúður hjá ólafi. maðurinn ætti að seiga af sér eða koma opinberlega fram og biðjast afsökunar á að láta okku líta út eins og fávita

björgvin ingi (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 00:31

2 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Hann á að draga sig í hlé, halda sig frá fjölmiðlum nema þegar það verður ekki umflúið.  Við fyrsta tækifæri á hann svo að segja af sér og leyfa þjóðinni að velja sér einhvern annan forseta.  Vegna kostnaðar tel ég rétt að það verði þó ekki alveg í bráð.  Þannig getur hann hætt með einhverri sæmd.

Helgi Kr. Sigmundsson, 29.4.2009 kl. 00:44

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Stór hluti Stefán er ekki endilega meiri hluti,

Persónulega finnst mér þú vera farinn að teigja þig nokkuð langt í rætnu skítkasti í garð Ólafs Ragnars.

Hvernig væri að þú tækir vin þinn hann Davíð í álíka úttekt.

Eitthvað hefur hann nú komið nálægt ýmsu klúðri, eða hvað ?

hilmar jónsson, 29.4.2009 kl. 00:47

4 Smámynd: Stefanía

Þetta er með ólíkindum !  En, ansi hefur farið lítið fyrir karlinum undanfarið.

Stefanía, 29.4.2009 kl. 01:08

5 Smámynd: Magnús V. Skúlason

Maður veltir því fyrir sér af hverju fólk hefur ekki nú þegar safnast saman við Bessastaði með potta og pönnur og mótmæli vanhæfum forseta?

Magnús V. Skúlason, 29.4.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband