Vandræðaleg byrjun hjá Borgarahreyfingunni

Ekki er byrjunin beint góð hjá Borgarahreyfingunni, sem ætlaði að bæta siðferðið og vera ný rödd í pólitísku starfi. Á fyrstu dögunum eru þau farin að eyða mestu púðrinu í að slá skjaldborg um og verja Þráinn Bertelsson, þingmann í liði þeirra, sem ætlar að taka við heiðurslaunum listamanna samhliða þinglaununum. Sumir benda á annað siðleysi til að verja siðleysið þeirra.

Mér finnst reyndar ótrúlegt að Þráinn bjóði þessu siðprúða fólki upp á þessi vinnubrögð og etji þau út í siðleysið með sér. Með því rýrir hann ekki aðeins sig og sín verk heldur og dregur fólk, sem örugglega vildi gera vel og stofna nýja hreyfingu með nýju siðferði, upp úr siðleysinu.

Ég man ekki eftir því að ný hreyfing falli í pyttinn á skemmri tíma og sé farin að verja eitt siðleysi með því að benda á annað. Aumkunnarvert.

mbl.is Lýsa áhyggjum af foringjastjórnmálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stefán,

það er alveg merkilegt hvað sjálfstæðismenn eru fúlir á móti Borgarahreyfingunni.  Það er ekki Borgarahreyfingunni að kenna hvernig fór fyrir Sjálfstæðisflokknum í síðustu kostningum, heldur XD sjálfum, samt sem áður virðast Sjálfstæðismenn eyða mesta púðrinu í að tala niður Borgarahreyfinguna.

Hvað varðar Þráinn að þá á ekki að vera neitt til sem heitir heiðurslaun.  Það er nú þannig, að Ísland hefur ekki efni á því. ekki frekar en að borga Kristjáni Þór 80 þúsund krónur á tímann við setu í bæjarstjórn Akureyrar, eða Páli Magnússyni 1.5 milljónir á mánuði plús 10 milljón króna jeppa.

Við erum 300 þúsund, ekki 3 milljónir sem þessa eyju byggja, og verðum að haga okkur samkvæmt því.

kv

Magnús (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:18

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég er bara að benda á staðreyndir. Með þessu hefur Borgarahreyfingin gert út af við möguleika sína að gagnrýna aðra fyrir að þiggja tvöföld laun auk þingmennsku. Slíkt er bara hjákátlegt hér eftir. Það gildir að vera samkvæmur sjálfum sér. Ég hef aldrei verið hlynntur því að þingmenn standi í öðrum verkum og gildir þá einu hvort það er Kristján Þór Júlíusson eða Þráinn Bertelsson. Nöfn skipta engu. En siðferðið skiptir máli. Sorrí; Borgarahreyfingin skeit á sig í þessu máli.

Stefán Friðrik Stefánsson, 1.5.2009 kl. 12:27

3 identicon

Ef þráinn heldur áfram þeirri listsköpun sem hann fékk þessi heiðurslaun fyrir sé ég lítið að því að hann fái greitt fyrir það

Er mikið um það að þingmenn afsali sér launum fyrir setu í stjórnum fyrirtækja í ríkiseigu eða öðrum slíkum störfum?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband